Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 78

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 78
78 HEIMILISVINURINN eilífu; heilagir englar guðs leiði þig, svo að ég fái að sjá þig hinum meginn í eilífðinni. Amen! I Jesú nafni. Amen!" Kennarinn hné nú máttvana niður á kodd- ann og drengurinn grét hástöfum og kallaði: „Pabbi, elsku góði, bezti pabbi minn!“ Þá tók presturinn í hendina á kennaranum og sagði: „Yertu sœll!“ Síðan tók hann drenginn sér við hönd og gekk út. Þegar drengurinn stóð á þrepskildinum, heyrði hann föður sinn kalla á eptir sér: „Yertu sæll, hjartans litli drengurinn minn!“ Kristján litli leit við, til þess að sjá svip föður síns deyjandi í síð- asta sinni; síðan laukst hurðin aptur á milli þeirra. Drengurinn hafði nú í síðasta sinni séð föður sinn í lifanda lífi. Nokkrum dögum síðar var hann við jarðarför föður síns og síðan fór hann heim aftur á prestssetrið með prestinum. Nú átti hann hvorki föður né móður. En höldum nú áfram sögunni. Presturinn ieiddi drenginn og var kominn allnærri prestssetrinu. Því nær sem dró heimilinu, hægði hann gönguna, því hann vissi, að hann mátti bú- ast við harðri ádeilu. Konan hans var að vísu góð kona að ýmsu leyti, en hana vantaði þann styrkleik trúarinnar, sem prýddi manninn hennar, og því bar hún ávalt kvíðboga fyrir því, að mað- urinn væri of góðgjörðasamur, svo ekkert yrði eftir fjölskyldu hans sjálfs til lífsuppeldis. Þegar hann svo kom inn í daglegu stofuna

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.