Fróði - 01.03.1913, Blaðsíða 4
196
FRÓ£)I
skildi ekkcit f. Hann marg-gaf færi á sjer, en þ<5 gat Hamilton
ekki snert hann.
“Prestur, djiifull eða draugur,” hrópaði Iíamilton froðufell-
andi; “jeg skal drepa þig, eða — ”
Hann lagði til prests þar, er hann virtist með öllu berskjald-
aður. Lagið stefndi beint á hjarta sjera Berets.
Nt'i var ekki annað sýnilegt, en að prestur mundi bana bíða.
ITann vjek sjer til hliðar og flækti um leið fót sinn í fótum Alice
og rasaði við, svo nærri lá falli. Auðgefið hefði það verið Hamilton
að veita honum ná banasár, ef hann hefði neytt þessa tækifæris.
En tungls-glampinn á andliti Alice skein f augu honum og þá
fyrst þckti hann, hver þar lá. Honum varð all-hverft við sýn
þessa og hljóp til hliðar. Hrollur fór um hann allan. Við það
æstist skap hans að nýju. Hann hamaðist sem vitfirringur.
Prestur sá þegar hver hætta honum stóð af þessu’m hamfór-
um Hamiltons. Hanri tók að fara varlegar. Hjer átti hann við
einn hinn frægasta mann fyrir vfgfimi; hann métti ekki lengur
draga af sjer. Nú tók dýrlings-sálin að vægja fyrir sál veraldar-
mannsins. Fííla andlitið Alice hrópaði um hefnd.
Á svipstundu flaug þessi hugsun um sál prests. Hann hafði
upp þessi orð ritningarinnar: “Domine, percutimus in gladio?’’
— “Herra, eigum vjer að slá með sverði?”
Englendingurinn var ljóriið, presturinn skilmingamaðurinn.
Stjörnurnar á heiðskfra himninum voru áhorfendur í þessu hring-
leikhúsi. Nú stóð yfir einvfgi milli lífs og dauða. ITamilton
hamaðist að nýju, en prestur \ jek ekki um spönn fyrir honum.
“I>ú þrábfilvaði Kristsmunkur!” kom eins (>g innan úr Hamilton;
“Þú hinn viðurstyggilegasti í hinu svívirðilcgasta lygara-fjelagi.”
Sjera Beret var f sannleika Kristsmunkur og þar af leið-
andi ákafamaður. En hann var hvorki lygari nje hræsnari.