Fróði - 01.03.1913, Side 5
FRÓÐI
197
Hann var að eins maður, og gat því orðið skapfátt. Hann
hrópaði.
ílÞö ert sjálfur lygari og hræsnari, afkvæmi endemis-ættar.’
Nó kom sú breyting á bardaga.aðferð prests, er gerði Hamilton
ráðalausan. Hann hafði aldrei mætt slíkri orku og fimleika.
“Þú morðingi saklausrar, munaðarlausrar meyjar,” bætti
prestur við. “Dauðinn er ofgóður fyrir þig.”
Hamilton þóttist að þessu sinni standa nær grafarbakkanum,
en nokkru sinni áður. Samt ljet hann engan bilbug á sjer fitma.
“Jeg skal bæta einum svika-munki úr Kristmunka-fjelaginu
á dauðra skrá mfna,” sagði Hamilton og sótti fram af kappi miklu.
Sjera Beret bar sig líkt að og menn sjá suma sterka hcsta
gera, er eru að keppa f hlaðið mcð þungt æki. Þótt einhyer
hefði viðstaddur verið, hefði hann etigin vopna-viðskifti sjeð, svo
gekk alt fljótt fyrir sig. — Brestur, högg og eitthvað, er losnaði
og þaut gegnurn loftið, heyrðist um lcið og sverð Hamiltons fló
yfir höfuð presti og tfu fet aftur fyrir hann.
Hamilton snerist í úlflið, fingurnir stór-skemdir og hatin ras-
aði sjálfur áfram og hefði fallið á svcrðsodd prests, hefði eigandi eigi
brugðið þvf skjótt til hliðar.
“Gefstu upp, eða jeg drep þig.”
Þessi skipun mun þykja óprcstleg. En hún var þannig gcf-
in, að ekki var unnt að misskilja hana. Hamilton reis á fætur, más-
atidi og blásandi eins og hnýsa. Hann skyldi til fulls skipau
prestsins.
“Ef þú kallar, rek jeg sverðið f gegn 'um þig,” hrópaði sjera
Beret, er hann sá Hamilton bæra varirnar. Hann sctti um leið
sverðsoddinn fyrir brjóst Hamilton.
“Nú, hvers krefjist þjer?” mælti Hamitton eftir stundar þögn.
“Jeg virðist kominn á yðar náðir. Hverjir eru skitmálar yðar?”