Fróði - 01.03.1913, Page 10

Fróði - 01.03.1913, Page 10
202 FRÓÐI XIX. KAPITULI. ÁHLAUPIÐ. Þess var áður <^etiðf að það var siður Rauðskinna, að hleypa af byssum sfnum, íiður en þeir komu til virkisins með fregnir til Hamiltons. Gerðu þeir það bæði til þess, að tilkynna, að höfð- ingjar væru f nánd og svo til þess, að hreinsa hó'.ka sfna, áður en þeir legðu á næstu hár-veiðar. Skothrfð f fjarska var þvf virkis- bfium engin nýung. Sarnt sem áður hrökk Hainilton ákaflega við, er 5 eða 6 byssúskot heyrðust um sólarlagsbil nálægt virkinu. Hann og Ilelm, ásamt tveim öðrum deildarforingjum, sátu við spil, en sjóðandi vatnsketill var á arni, og flutti boðskap um, að heitt “toddí” væri f vændum. ‘‘Hver skollinn”, hrópaði Farnsworth, “þjer hrökkvið við eins og ástsjúk yngismær. Jeg hjelt fyrst að kúla hefði hitt yður í hjartað.” “Hrökkvið þið við, meðan tfmi er til. Þetta er Clark. Hann verður búinn að brjóta þennan hjall ofan á hausana á ykkur áður en næsta morgun-sól lýsir.” Urn leið og hann sagði þetta, fór hariii að lfta eftir toddíinu, er hann hafði meðgerð með. Þykkju-svipur kom á Hamilton. Alt frá hinu undarlega hvarfi Barlows deildarforingja, var honum óljúft, að heyra Clark nefndan. Honum hafði oft komið til hugar, að Barlow hefði lent í greipuin Clarks. Enda var Hamilton ekki búinn að ná sjer ti! fulls, eftir fund þeirra prests. “Þegar “toddfið’’ er orðið mátulega blandað,” sagði Helin glaðlega, “ætla jeg að mæla fyrir skál “Alice-RoussiIlon-fánans”, er heill flokkur breskra hermanna hefir ekki getað fcst greipar á.”

x

Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.