Fróði - 01.03.1913, Síða 22
214
FRÓÐI
þögult■ Ginnungagap. Loks kom hið óumflýanlega samanhrun.
Hann gat grátið! — og hann grjet eins og aðeins .sterlcur maður
getur grátið, íem er dauð-særður, en fær ekki gefið upp öndina.
Adriénne'gekk til hans og ætlaði að tala við liann um René. t
En hánn tók ekkert eftir henni, svo hún hjelt leiðar sinnar, en
Ijet eftir hjá honum gnægð af vistum.
XX. KAPITULI.
■ ALICE 'FÁNINN.
Hamilton fjekk seðilinn, er Clark reit honum og svaraði
honum af hroka miklum. En órótt var honum innanbrjósts.
Sem hermaður viidi hann ekki setja blett á herfrægð Breta og
enginn hlutur gat ncytt hann til, að gefast upp, væru skilmálar
ekki full-sæmilegir.
Svar hans til Clarks hljóðaði þannig: “Yfir-hershöfðingi
Hamilton leyfir sjer, að láta Clark hershöfðingja vita, að hann
og' setulið hans hefir ekki f hyggju að láta ógna sjer til að gefast
upp, sjeu ekki í booi þcir skilmálar, að breskum þegnum sæmi að
ganga að. ’ ’
“Sjerstaklega hreystilcg orð,’’ mælti Helm, er Hamilton
las honum brjefið. “En þjer munuð syngja í lægri tón áður langt
líður, eða þjer og alt setuliðið verður höggvið niður sern fjenaður
væri. Hlustið á þetta grimdarlega öskur! Clark og menn hans
geta jetið >kkur alla upp til agna í morgunverð. Yður er hyggU
legra að fara skynsamlega og gætilega. Það er engiri hreysti., að
leiða sjálfan sig fram sem grip til slátrunar.”
(Framhald).