Fróði - 01.03.1913, Side 28
220
FRÓÐI
um þessum. En lijer er þessa getið til að sýna, að það er ekki
efnabiöndun, sem veldur þesjsu, heldur einhver, sem ræður. Það
er þessi ’ninn hljóðlausi sem talar. Það getur enginn annar verið.
Heilinn sjáifur er \ jel, sú hin dásamlegasta vjel og undursamleg-
asta. En henni er stjórnað af honum, sem vjer enn erum litið
eður ekkert farnir að þekkja, þessiim hinum hulda og óútgrundan-
lega, sern hvíslar að oss orðunum, sem renna af penna vorum,
eða hljóma af tungu vorri, af honum sem vekur upp heilar lestir
hugmynda af fornum lítrdómi cða gómlum endurminningum, týn-
ir þær saman, kanske neðst af hafsbotnum djúpvitundarinnar, sem
mannlegt auga nefur aldrei sjeð og fáum hefur til hugar komið,
þó að þaðan hafi menn dregið þekkingu sína og fræðslu un þús-
undir ára. Æth að það sje ekki mál til komið að vjer reyndum
að fara að kynnast honum dálítið betur en verið hefur. Það kynni
að geta haft ahrif meiri en oss í fyrstu kann að kom?. til hugar,
að ininsta kosti mundi það ekki skemma oss eða rýra sálarkrafta
vora.