Fróði - 01.03.1913, Page 32

Fróði - 01.03.1913, Page 32
224 FRÓÐI cf þú fyllir huga þinn óvinum þfnum og lætur þá grasa þar um garða og ráða lögum og lofum. En oft óg einatt sjáum vjer fjölda manna, sem hafa verið dugnaðar- og framkvæmdar-menn, en þeir tapa sjer, þeim fer aftur og verða ekki hálfir menn við það, sem þcir voru, áf því, að svona fór fyrir þeim. Þeir skilja ckki í þvf sjálfir. Þcir eru búnir að týna laginu, að gcyma og varðvcita hið skapandi afl hugmynda sinna. Af þessu lciðir oft, að þeir halda brokkandi niður á við, til fjártjóns og eyðileggingar, ófar- sældar á heimilum sfnum, sjúkleika eður annara híirmunga. Þeir kunna ekki <>ö ráða við óttann, cða kviðann, og áður cn þeir vita af cr heilsan farin og drcgið stórum úr lífsaflinu, þvf að þessar mæðu og vandræða hugsanir veikja bæði sál og líkama. En alt sem veikir eru óvinir mannsins. Þú þarft að vera glaður, kátur, fjörugur, fullur vona og 1 fta björtum augum á alt, vini þína og umheimin’n. Það geta ekki Iffgandi eða skapandi hugsanir búið í myrkrum efans og drung- ans og vonleysisins. Þú verður meiri maður fyrir það, þú treyst- ir meira á sjálfan þig og smáhættir að styðja þig við aðra eða hall- ast upp að þeim. Þú verður einbeittari og hættir síðtir við, að hiaupa úr einu í annað, cða snúast á hæi sem skopparakringla. Þú finnur nýtt afl smáglæðast hjá sjálfum þjer, þú verður sem konungur og ræður einn högum þinum. Sálin þfp. verður að vera frjáls og óháð, ef þú átt að gcta komið nokkru til leiðar fyrir sjálf- an þig eða aðra. Hugsaðu vel og vand'.ega um það, sem þú ætlar að gjðra, hugsa þú það út f æsar og vertu svo ákveðinn og einbeittur f fyr- irætlun þinni, að ekki nokkur hlutur geti snúið þjer frá henni, þá verður verkið þjer leikur og þú fær þvf framgengt ef það annars er mögulegt. Með þessu getur maðurinn tvöfaidað afl sitt og framkværndir.

x

Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.