Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 26

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 26
<Bré/ frá Laugarvatni Laugarvatni 5. apríl 1965. Töluverð grózka hefur verið í félagslíli ML síðustu mánuðina. Hal’a verið haldnir dansleikir hvern laugardag, en á þeim njót- um við góðs af því, að hér á staðnum eru 4 heimavistarskólar, því að dansleik aðeins fyrir nemendur Menntaskólans væri varla hægt að kalla því nafni. Er haldinn annan hvern laugardag dansleikur fyrir alla skól- ana, í Menntaskólanum og Héraðsskólan- um til skiptis, en hinn fyrir Menntaskól- ann, Húsmæðraskólann og íþróttakennara- skólann. Á sunnudagskvöldunum hafa ver- ið haldnar kvöldvökur, spilakvöld o. fl., en á miðvikudagskvöldunum sýndar kvik- myndir. Fyrir skömrnu tók skemmtinefnd upp á því, að hal’a spurningakeppni milli bekkja, í svipuðum stíl og spurningakeppni skóla- nema í Ríkisútvarpinu sl. ár, og gerðu kennararnir spurningarnar og skipuðu auk þess dómnefndina. Þessari keppni lauk með sigri 4. bekkjar, eftir liarða keppni við 2. bekk (4. b. = 6. b. í MA og Mr, og 2. b. = 4. b.). Hið menningarlega hefur þó ekki farið varhluta af félagslífi okkar þrátt fyrir skemmtanirnar. Hið svokallaða töflublað (þ. e. a. s. að það er aðeins hent upp á aug- lýsingatöflu skólans) hefur komið út þrisv- ar síðan á áramótum, og birt ýmis ritverk nemenda. Skólablaðið, sem kemur út tvisv- ar á ári, hefur ekki enn komið út í seinna skiptið, en mun að öllum líkindum koma út í þessari viku. Listfræðslunefnd hefur ekki látið sitt eft- ir liggja, en haldið tvær málverkasýningar á verkum nemenda skólans. Hún fékk einn- ig hingað fyrir skömmu ágætan gest, Guð- mund Jónsson óperusöngvara til þess að skemmta okkur, enda var honum vel fagn- að. Þrír málfundir hafa verið haldnir síðan á áramótum, um íþróttir, stóriðjumál og trúmál. Á þeim síðastnefnda var prestur staðarins einn af framsöguræðumönnum. Háir það nokkuð málfundum okkar live fáir taka til máls, og koma sömu ræðumenn upp aftur og aftur. Íþróttalífið er nokkuð fjörugt hér, og ber körfuboltann þar lang hæst, enda líður varla hér sá laugardagur, að ekki sé haldið körfuboltamót. Um frjálsar Jrróttir innan liúss hefur verið nokkuð og eitt mót hald- ið, en utan húss hefur verið lítið um þær enn sem komið er. Nú er vorið að koma, og eru sportidiót- arnir því larnir að stunda fótbolta af kappi, enda hefur veður verið mjög gott undan- farið. Er hin mikla fótboltaiðkun nem- enda hér orðin nærri Jrví eins óbrigðult merki vorkomunnar og lóan. Eg vil nú enda Jrennan pistil minn með því að óska öllum nemendum MA gæfu og gengis með kveðju frá kollegum Jreirra á Laugarvatni. Kr. E. Guðm. 134 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.