Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Síða 9

Muninn - 01.04.1966, Síða 9
Skólinn (og nmbótahugdettur) Það má hverjum ljóst vera, sem athuga vill skólamál okkar í dag af hlutlægni, að þar er nánast um ófremdarástand að ræða, ekki sízt á menntaskólastiginu. Sumir vilja nú gjörbylta skólaskipulaginu og steypa það upp á nýtt og vera kann, að það reynist nauðsynlegt til gagngerra úrbóta. Ég hygg þó, að gera megi þýðingarmiklar umbætur, án þess að skipulagsrammi skólanna liðist í sundur. Ég vil hér á eftir drepa á nokkur atriði varðandi nám, námsefni og kennslu- háttu hér í skólanum. Þótt rætt sé þannig fram og aftur um skólamál, þá hljóta allar raunhæfar breytingar að byggjast á niður- stöðum rannsókna á skólakerfinu og kennsluháttum. Hlutverk menntaskólans er tvíþætt, ann- ars vegar að veita þekkingu og hins vegar uppeldi, fyrst og fremst andlegt, en einnig siðferðilegt. Þekkingarforðinn er einkum ætlaður sem lykill að frekara námi við há- skóla, en einnig til að gera nemendur að nýtari þjóðfélagsþegnum. Til þess að geta orðið við fyrra hlutverkinu á árangursrík- an hátt, er ekki nægilegt, að skólinn geti veitt þessa þekkingu, lieldur þurfa nernend- ur sjálfviljugar að veita henni móttöku. — Þeir verða áð skilja tilganginn, þeir mega ekki líta á nárnið sem tálmun á leiðinni til enrbættis eða kapphlaups um próf og rétt- indi. Aflið, sem knýr til lestrar og lærdóms, þarf að korna frá nemandanum sjálfum, en ekki að utan. Aflgjafinn þarf að vera áhugi nemandans á efninu, og fyrsta boðorð kenn- ara á að vera að kveikja þennan eld áhug- ans. Kennarinn verður af öllum mætti að freista þess að vekja áhuga nemandans og réttlæta námsefnið, sýna fram á notagildi og nauðsyn þekkingar í námsgreininni. Vanti áhugann, verður námið einungis leið: inlegt skyldustarf. Námið getur auðvitað aldrei orðið skemmtilegt í hverju atriði, né heldur hagnýtt að öllu leyti. Þetta verður að gera nemandanum ljóst og skýra fyrir honum nauðsyn leiðinlega námsins og verð- mæti eða þroskagildi „tilgangslausa náms- ins“. Þetta hlýtur að vera hægt, að öðrum kosti á slíkt námsefni ekki rétt á sér í skóla. Það jaðrar við að vera sorglegt, hve nem- endur eru stundum sinnulausir um skóla- námið, jafnvel hreyknir af, hversu illa þeir lesa. Slíkt kæruleysi gagnvart náminu hlýt- ur að vera að miklu leyti sök skólans. Hann gerir ekki nægar kröfur á hendur nemend- um. Skólinn á ekki að vera neinn griða- staður, sem hlífir unglingum við vinnu. Menntaskólanámið er starf, sem þjóðfélag- ið gerir kröfur til að rækt sé sómasamlega og kostað er af almannafé. Námið kemur ekki einungis nemandanum sjálfum við, heldur einnig þjóðarheildinni, og skólinn liefur því ekki leyfi til að vera skeytingar- laus um árangur nemenda sinna eða vægur í kröfum sínum. Það hlýtur að hafa mann- spillandi áhrif á nemendur, að skólinn skuli líða slíkan slæpingjahátt; það er verið að veita nemendum hlunnindi og forréttindi, sem þeir verðskulda ekki. Skólinn má ekki veita slíkt frjálsræði, ef nemendur kunna ekki með það að fara og hljóta tjón af. Hvað viðkemur andlegu uppeldi nem- enda, þá stuðlar auðvitað allur lærdómur að því, en veigamest er þó móðurmálsnám- ið. íslenzkukennslan er í nokkuð góðu horfi, en hún er síður en svo alfullkomin. Mér finnst, að lesa mætti meira af fögrum og góðurn bókmenntum, einungis með fag- urfræðilegt og listrænt sjónarmið fyrir aug- um; fara í efnið, hugsun þess og fegurð, út frá bókmenntalegu sjónarmiði, en ekki mál- fræðilegu. Þetta mundi stuðla að sjálfstæðri MUNINN 117

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.