Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.04.1966, Qupperneq 12

Muninn - 01.04.1966, Qupperneq 12
Viá liaíiA Það er miður vetur. Haíið er ygglt og grátt. Þröstur, sem ílenzt hefur til vetursetu, leitar ætis. Ekkert annað að sjá. Snjórinn jafn hvítur hvert sem litið er. Glott sjómaður gengur niður slakkann að tjörninni. Álfarnir úr holtinu sjá til lians, og nokkr- ir þeirra hópa sig á eftir honum. Hann gengur út á ísinn, og það brakar í snjónum undir fótum lians. Hann á litla, grænmálaða trillu skammt undan. Hún er geymd á hvolfi í fjöruborðinu. Grár segl- dúkur er breiddur yfir. Glott tekur dúkinn af og snýr sér við. Það á að vera lítil seglpjatla við skúrdyrn- ar. Onei, hún er þar reyndar ekki lengur. Farin. Álfarnir sitja alltaf um að gera lionum til skapraunar. Þá eiga að vera einhverjar slitrur inni í skúrnum. Hann gengur á bak við skúrinn og opnar dyrnar. Einhvers staðar á líka að vera segla- nál. Glott sezt niður við bátinn og tekur dúkinn á hné sér. Álfarnir standa í hópi í kringum hann. Mynda hálfhring utan um hann. Og svo sjórinn að baki. Það situr óhugur í honum þennan dag. I gærdag var sól og bjart veður, og álfarn- ir komust í vorskap. Til þess að fagna sól- inni, tóku þeir að erta Glott. Því héldu þeir lengi dags. Og þar kom, að honum rann í skap. Hann hafði lneytt framan í þá, að vonandi hyrfi sólin og þeyrinn sæist ekki meir. Og þeyrinn sveik þá. Það snjóaði um nóttina, og nú var alls staðar snjór. Þrösturinn, sem fylgdi Glott niður slakk- ann, situr skammt frá. Hann horfir út á sjóinn. Örskammt frá honum hefur snjór- inn hlaðið upp litlum ískristöllum, sem stækka smám saman. Þeir eru lausir í sér og fallegir. Þegar sólin skín á þá, stafar frá þeim undarlegum geislum, sem enginn skil- ur. Það dregur ský fyrir sólu, og álfarnir færa sig æ nær. Einn þeirra spyr, hvort hann eigi ekki að hjálpa Glott við seglið. Glott hristir höfuðið. Þeir hafa boðið hjálp áður. Sá minnsti bauðst eitt sinn til þess að greiða net með honum. Fyrst í stað var hann ekkert nema góðvildin. Það var þá, sem þeir kveiktu í húfunni hans. Síðan þá, gengur hann berhöfðaður. Einn ísköggull lendir á hné hans. „Má alls ekki hjálpa þér?“ Glott lítur upp og brosir. Álfarnir lilæja, og einn spyr aftur, hvort hann þurfi ekki hjálp, t. d. við vinduna, það hafi einhver rakið ofan af henni. Glott stendur upp, ennþá brosandi, og gengur að vindunni. Það er alveg rétt, ein- hver hefur dregið vírinn ofan af henni. Hann bindur stein í endann á vírnum og gengur aftur að vindunni. Álfarnir eru nú á milli kofans og hans. Glott sjómaður hallar sér fram á spýtuna og snýr henni í hálfhring. Skyndilega hætt- ir hann, lítur upp og framan í álfahópinn. Hann hefur aldrei séð þá eins vel og í dag. Ósköp litlir, þar sem þeir standa í fjöru- mölinni, en þó svo ógnar stórir, að hann verður að líta undan. Þarna standa sex stórir álfar í liópi, allir með trefla um hálsinn, og Glott sjómaður, aðeins búinn þrautseigjunni. Framhald á blaðsíðu 123. 120 MUNINN

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.