Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 20

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 20
Lífsins tré Ég horfi á, hvernig öldurnar skolast uppá- milli steinanna í flæðarmálinu, og skilja eftir lítinn, lúmskan polf, sem sýnir mér ögn af bláum himni og einhverja skrípa- mynd, sem ég veit, að er ég og þó ekki ég. Og ég Iiugsa með sjálfri mér; þú ert mann- eskjan og iífið, og ekkert annað til, lífið er þín spegilmynd, Iivorki góð né vond. Þú veizt, hvernig spegilmynd þín er, en þú veizt ekki, hvernig þú ert sjálf. Hún er kannski login, en þá ert þú sjálf lygarinn, og getur engum kennt um, nema sjálfri þér. Nema þá helzt honum, sem kenndi þér að eta af lífsins tré. Hann var útiendingur, skrítinn, ókunn- ugur, skeggjaður og nýr einsog vindurinn, með lykt, sem hafði fylgt honum sunnan úr löndum, málaragrind, léreft og 1 iti. Hann kom norður yfir heiðina tilþessað mála fjöll, dali, fugla, himininn og náttúruna, öðruvísi en þessir hlutir voru vanir að vera. Hvað átti fávís sveitastelpa að Irugsa unr svona nrann, eftirað hafa verið alin upp í heimi, þar sem gott var gott og vont var vont. Það var auðvitað gott að vera frá útlandinu, því- að aðeins fína fólkið gat konrizt þangað, og fína fólkið taldist þó með því góða í heim- inunr. En það var ábyggilega ekki fallegt að mála sólina ferkantaða, þvíað guðinn okk- ar skapaði lrana kringlótta, og svoleiðis var hún. Hann konr lreinr til okkar og bað unr að fá að tjalda við túngarðinn, bjó þar yfir sumarmánuðina og málaði myndir af vel- flestu, senr hann sá. Ég horfði á lrann úr fjarlægð í nokkra daga. Þá var ég farin að venjast því að sjá hann þarna, og vogaði nrér svolítið nær. Þá tók hann eftir nrér, og nrig langaði til að detta langt niður í jörðina, en svo var það búið og gert; hann kallaði á mig. Ég gekk eins nálægt og ég þorði, lrorfði á nýgræðinginn og iambaspörðin, og óskaði mér í skyndi norður fyrir Tröllaháls, lengra þekkti ég ekki. „Hvernig finnst þér þessi mynd?“ Ég stalst til að horfa á blautt léreftið, þak- ið af ókennilegum klessum, og fylltist van- mætti og lotningu gagnvart þeim vísdómi, sem skildi klessur. „Ég veit það nú ekki, ég hef ekkert vit á myndum.“ „Þú færð það bráðum. Auðvitað geturðu ekki séð neitt út úr þessu svona, ég á eftir að bæta heilmiklu við.“ Hann byrjaði aftur að mála, hratt og áreynslulaust. Hann virtist ekki þurfa að vanda sig mikið, en samt hitti hver dráttur nákvæmlega þarsem hann átti að vera, bætt- ist á sinn stað í heiidarmyndina og tók þátt í því að skapa nýjan fjörð úr þessum, sem lá af gömlum vana fyrir framan okkur. Það rann npp fyrir nrér 1 jós, ég skildi myndina. „Þetta er fjörðurinn, þó eitthvað sé hann skrítinn,“ sagði ég. „Alveg rétt,“ sagði hann hlæjandi.“ „Þeir í París myndn ekki einu sinni þekkja þenn- an fjörð.“ Ég leyfði mér að hlæja. „Þeir hafa aldrei séð fjörðinn hérna,“ sagði ég. „Þetta er ekki bara þessi fjörður,“ sagði hann, „þetta er líka alheimsfjörðurinn, sem enginn þekkir, nemaþá af afspurn, og svo þú.“ „Ég þekki engan alheimsfjörð.“ „Þú þekkir hann víst, hann býr í þér þótt 128 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.