Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Síða 24

Muninn - 01.04.1966, Síða 24
með því að hafa viðfangsefnin létt og á flestra færi til að auka almennan áhuga, og það verður reynt á vetri komanda að knýja menn beinlínis til samstarfs." „En hverja telur þú ástæðuna fyrir hinu mikla sjálfkjöri, sem átti sér stað nú á sl. aðalfundi Hugins?“ „Sakir minnar þingeysku — hm — hóg- værðar get ég ekki haldið því fram, að það hafi stafað af sérstökum yfirburðum fram- bjóðenda fram yfir aðra, heldur aðeins vegna þessa leiðinlega áhugaleysis nem- enda.“ „Hefurðu nokkuð á prjónunum varðandi stúlkurnar, Jón?“ „Þú átt við í sambandi við Hugin? Já, það var nú það, eins og stendur. Auðvitað vil ég allt fyrir þær gera, blessaðar. Þær verða að koma með eins og aðrir, t. d. á málfundum, og við munum efna til sér- stakra málfunda fyrir þær, ef þess verður almennt óskað. Mér finnst, að leikir og skemmtanir nái ekki fullkomlega takmarki sínu, nema konur séu annars vegar, karl- mönnum til yndis og ánægju. — Til dæmis vil ég, að í nemendaskipti, séu valdar hin- ar fríðustu og föngulegustu, skemmtilegir ferðafélagar, um leið og þær eru sýnishorn af kvenpeningi M.A.“ „En hvað finnst þér annars um nenrenda- skiptin?" „Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt, að menntaskólarnir skiptist á nemendunr og stuðli þannig að auknum kynnum nrilli skólanna, svo að þeir geti lært lrver af öðr- unr. Þess vegna ætti fyrst og fremst að velja þessa nemendur úr 4. og 5. bekk, því að 6. bekkingar geta lítt hagnýtt þá þekkingu, sem þeir fá í nemendaskiptunr, þar senr þeir hverfa strax frá skólanum. Hins vegar finnst nrér 3. bekkingar ekki liafa fengið næga þekkingu á sínunr eigin skóla til að vera sendifærir." „Er svo nokkuð, senr þú vildir segja að lokum?“ „Nei, ja, ekki nenra þetta, senr allir segja við slík tækifæri: Ég vona, að nýkjörin stjórn reynist dugandi og skora eindregið á nemendur að sýna dugnað og áhuga með því að lrjálpa okkur að halda uppi merkinu. Við setjum allt okkar traust á nemendurna í lreild, því að án þeirra getum við ekkert gert.“ Ég þakkaði Jóni viðtalið fyrir hönd Mun- ins og óskaði honum gæfu og gengis í starf- inu. „Jú, takk,“ sagði Jón, „og nú skulum við koma niður á ball og mæta örlögum okkar með karlnrennsku . . . . “ G. F. - Lífsins tré Framlrald af blaðsíðu 130. ar, lofaði að koma aftur nreð fuglunum, og þá skyldi hann taka nrig nreð sér, þegar lrann færi til baka. Ég gæti ekki áfellzt lrann þótt hann kænri aldrei aftur, þvíað það er ekki nema mannlegt, og þessvegna ekkert ljótt við það. Og nú stend ég hér og horfi á spegil- nrynd nrína í litlum polli, senr er senr óð- ast að lrverfa niðurámilli steinanna, nú er ekkert eftir, og ég geng áfranr eftir fjörunni. Ég veit, hvað fólk segir, ég er gála, senr fleðrast utaní nafnlausan og skrítinn út- lending, en mér er sama lrvað fólk segir, núna þegar ekkert ljótt er lengur til í heiminum. Ég geng eftir fjörunni og svipast unr eft- ir vorfuglununr, þeir lrljóta að fara að koma bráðunr. Kannski kenrur hann nreð þeim, kannski ekki, allt senr ég veit er það, að ég bíð eftir því að fá aftur að bragða á ávöxt- ununr af lífsins tré. Alheimsfjörðurinn liggur hérna fyrir franran nrig, ég á þó einhvern að; það er gott að hafa einhverntínrann þekkt al- heinrsfjörðinn. Gr. E. 132 MUNINN

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.