Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Síða 28

Muninn - 01.04.1966, Síða 28
Við erum ekki rafeindaheilar“ »» „Hvernig hefur þér líkað við Munin í vet- ur?“ Jósep Blöndal, nýkjörinn ritstjóri Mun- ins, er hár myndarlegur drengur. Jarpt hár- ið fellur í fögrum, listrænum lokkum niður á hátt, gáfulegt ennið. Hann er fremur ró- legur og feiminn. Jósep brosir töfrandi brosi: „Bara vel. Leiðararnir hefðu mátt vera styttri. Það er alltaf leiðinlegt að verða að sleppa talsverðum hluta blaðsins í yfir- ferð.“ „Ljóð. — Hvað finnst þér um ljóðabók M.R.?“ „Afspyrnu léleg. Varðandi ljóð í Munin, þá verður að bæta þau. Og vissulega horfir stórlega til bóta með brottför 6. bekkjar að vori. Annars er ég á móti órímuðum ljóð- um.“ „En smásögurnar. Hvernig gezt þér að þeim?“ „Æ, þær eru margar óttalega leiðinleg- ar. Allt of mikið er skrifað um dramatík, pólitíska réttlætiskennd, pólitík og bla, bla, bla, bla. ... Eg mun, sem ritstjóri, stefna að léttari sögum og gamansamari ljóðum.“ „Ýmsum linnst Muninn of langt frá skólanum. Hvað finnst þér?“ „Muninn er alls ekki langt frá skólanum. Ég veit að Jretta finnst sumurn og er það skiljanlegt, að þeim, sem skemmta sér á sunnudegi í „Sjallanum", drekka þar sitt vín, lrlúa að sínum stúlkum o. s. frv„ finn- ist Muninn á mánudagsmorgni fjarlægur. Það er ósköp eðlilegt.“ „Telur þú Gambra spilla fyrir Munin?“ „Nei, alls ekki. Gambri er aðallega fyrir neðri bekkina og í honum hafa margir prýðis stílistar fengið að tjá sig í fyrsta sinn.“ „Félagsmál nemenda?“ Jósep glottir. „Ég veit ekki, hversu liá prósenttala fífla er í skólanum, en þau mættu missa sig á að- alfundum. Það, sem horfir þó mest niður á við er pennaletin. Sæmilega stílfærir nem- endur telja sig þess umkomna að snúa rass- inum í ritnefnd, en sitja langt fram á næt- ur við að leiðrétta og skrifa stíla fyrir stúlku- tetur úr þriðja og fjórða bekk. Þetta nær engri átt.“ „Haraldur Blöndal bar fram tillögu urn þjóðlegan fróðleik í Munin. Ertu sam- mála?“ „Nei, Haraldur vildi skylda Munin til þessa. Það er af og frá. Við erum engir raf- eindaheilar. En ef þjóðlegur fróðleikur fæst hjá nemendum, þá er sjálfsagt að birta bann, sömuleiðis þýðingar, ef þær eru vel unnar og misþyrma ekki upprunalegri mynd verksins.“ Og að lokum segist Jósep: a. Vonast til að verð'a verðugur embætt- isins. b. Munu skrifa langa, ítarlega og fallega minningargrein um Gunnar Stefánsson. Verðandi ritstjóri Munins kveður kurteis- lega með hneigingu og trítlar niður stigana á Gömlu visturn. „. 136 MUNINN

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.