Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 30

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 30
búast við, að komur fyrirlesara í skólann aukist mjög næsta vetur. Ég hygg, að þetta sé heppileg þróun, en henni fylgir sú hætta, að nemendur velti ábyrgðinni í félagsstarf- seminni í skólanum á utanaðkomandi öfl. Gegn þessari liættu ber nemendum að vera vel á verði. Starfsemi Hugins byggist fyrst og fremst á nemendunum sjálfum, og hún sýnir þroska þeirra i hnotskurn. I vetur var efnt ti 1 félagsmálanámskeiða, eins og tvo undanfarna vetur. I samræmi við þá reynslu, sem fengizt hefur af þessari starfsemi, efast ég um, að heppilegt sé að efna til slíkra námskeiða á hverjum vetri, þó að reyna megi nýjar aðferðir á komandi vetri, því að rúmur fjárhagur opnar áður ófærar leiðir í þessu efni. Ætlunin var í vetur að kanna, hvort ekki mætti hafa gagn af tveim bæklingum um ræðumennsku og fundarsköp, sem félagið hafði aflað sér. Sú tilraun gat ekki farið fram, vegna þess að þátttaka var svo léleg, að ekki voru haldnir nerna þrír fundir á námskeiðinu. Verst þyk- ir mér, að þátttaka í neðri bekkjum skólans var slærn, og lofar það ekki góðu um reisn félagsstarfsins, þegar þessir bekkir eiga að hafa þar forystu. Vonandi rætist þessi spá ekki, og sízt allra harmaði ég það. Starfsemi undirdeilda Hugins hefur ver- ið allgóð í vetur, og hef ég þegar getið henn- ar að nokkru. Tónlistardeild hel'ur unnið meiri hylli, en venja hefur verið á undan- förnum vetrum. Bókasafnsnefnd hefur unn- ið mikið starf. Starf, sem ekki er alltaf met- ið, senr skyldi. Næsta vetur verður bóka- safnið opnað í nýjum húsakynnum. Ég ætla ekki að rifja liér upp raunasögu bókasafns M.A. á liðnum árum, en fagna því, að lang- varandi draumur okkar nemenda M.A. er að verða veruleiki, því að „betra er seint en aldrei." Bókmenntakynningardeild hefur starfað vel, þó að starfsemi Iiennar verði að styrkja meir fjárhagslega, en gert hefur ver- ið. Á starfi Raunvísindadeildar hef éa ekki mikið vit, en starfsemi hennar í vetur hef- ur ekki verið of lyrirferðarmikil. Aðalfundur Hugins var nýlega haldinn og markaði hann gæfuspor í sögu félagsins. Ber þar hæst hina miklu hækkun félags- gjaldsins, sem samþykkt var nærri sam- hljóða, en tilvonandi forystumenn Hugins skulu gera sér grein fyrir því, að á næsta vetri verða gerðar til þeirra rneiri kröfur en nokkru sinni fyrr. Á herðum þeirra hvíl- ir mikil ábyrgð, en ég vona, að þeir megni að lyfta merki Hugins, skólafélags M. A., hátt á loft. Vegna þess að ég læt brátt af formanns- störfum í Hugin, vil ég þakka öllum, sem stutt hafa starfsemi þess í vetur. Þar mætti tilgreina mörg nöfn, en það verður ekki gert hér. Að endingu. Ég veit, að enginn, sem hefur vilja til þess að vinna að eflingu heilbrigðs félagslífs í skólanum, sér eftir þeim tíma, er í það fer, vegna þess að á með- an við dveljum hér í skólanum, eru allt i kringum okkur tœkifœri til þess að verða hœfari að leysa þau verkefni, sem krefjast úrlausnar okkar á komandi árum. Tœkifæri, sem koma ekki aftur og við megum þess vegna ekki í hugsunarleysi glata. Lokið á ísafirði í byrjun apríl. Svanur Kristjánsson. Islenzka i 4. mb: Árni Kr.: „Hvað er átt við með þessu: En vit vín eitt Óðinn æ lifir?“ Ingvar Karlsson: ,,Að Óðinn hafi drukk- ið eintómt vín.“ Árni: „Viltu þá halda, að Óðinn hafi drukkið það dry}“ Saga í 4. ma: Guðrún K.: „Hellenar komu aðallega frá Asíu.“ 138 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.