Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.1966, Side 31

Muninn - 01.04.1966, Side 31
Lausavísnaþáttur Enn hefnr lausavísnaþátt. Gunnar ritstjóri lét Pétur Pétursson boða nokkra vísnagerðarmenn til kaffidrykkju á K.E.A. í byrjun apríls. Er þangað var kom- ið, sagði Gunnar þeim að yrkja nokkrar vís- ur og fara svo. Þetta var reynt, en tókst mis- jafnlega. Skal hér greint frá árangri. Ragnar Ragnarsson hóf leikinn með einni hefðbundinni vísnaþáttarvísu, blandaðri al- mennri speki. Núna get ég ekkert ort, andinn sefur heima. Sumir yrkja upp á sport, aðrir til að gleyma. Gekk nú hvorki né rak um langa liríð. Loks stundi Hjalti Pálsson upp einni hefð- bundinni: Mönnum er í geði gramt. Gengur lítt að yrkja. Með einni vísu ætla ég samt ágætt blað að styrkja. Þótti ritstjóranum að vonum harla vænt um síðustu liendinguna, en kurr lór urn salinn. — Nú kom í ljós, að vindla skorti á borðin. Einnig þótti sumum rjóminn skor- inn við nögl. Þá kvað Hjálmar, er minntist genginna sómari ts tj óra. Skerðist nú óðum skáldanna sómi, því skáldanna vegur er hálh Fyrr var hér vindlareykur og rjómi, Rögnvaldur, Friðrik og Páll. Fleiri tóku í sama streng og kváðu ýms- an munað skorta. Haraldi Blöndal var þó sérstakur skortur öðrum hugstæðari og sendi Jóni Hilmari svolátandi fyrripart: Mjög nú skortir meyjaryl, því mér er kalt. Þá kom bóndinn upp í Jóni og hann botn- aði snarla: Hermannlega hennar til þú ldeypa skalt. jósep Blöndal liafði gefið gaum að fyrri- parti Haralds og orti til hans: Þráir konur, kelerí, kveður um það stöku. En rjómi virðist enginn í andans pönnuköku. Tóku nú fleiri að kvarta undan meyleysi. Hiiskuldur sá, að í óefni var komið, ef skortur á kvenpeningi skyldi standa rnönn- um fyrir andlegum þrifunt og kvað: Hérna nokkrir hagyrðingar halda fund. En það er verst, ef Þingeyingar þurfa sprund. Hjálmar halði nú setið hljóður um stund. Höskuldi þótti hagyrðingur skóla ekki mega skíta í nytina sína og sendi honum því fyrri- part: Hjálmar, láttu rigna bragaregni, rímorð snjöll úr hugarfylgsnum tættu. Hjálmar óskaði þá helzt uppstyttu í braga- regni Höskuldar og botnaði: Heyiðu bróðir, guminn íðilgegni, gerðu það fyrir vini þíria, hættu. Nti tilkynnti Pétur Pétursson, að mönn- um væri gefinn kostur á að kaupa af lionum MUNINN 139

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.