Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Síða 32

Muninn - 01.04.1966, Síða 32
vindla fyrir eina vísu, helzt fallega. Þá orti Jósep Blöndal: Pétur þykir prýðissál, pennalipur stundum. sjaldan hefur sézt við skál, segir fátt um ástamál. 11]t er að vera útundan hjá hrundum. Völundur Jónsson hafði setið gneypur og íbyggilegur um stund. Hjálmar ljóðaði nú á hann. Ljúk upp þínu ljóðapússi, láttu hljóma kvæði dýr. Völundur dró þá upp úr pússinu þennan botn: Kemur títt úr kvennastússi kappinn Hjálmar eins og nýr. Áður en pússið næði að síga að stöfum á ný, liafði Völundur tosað úr því þennan fyrripart, er hann sendi Hjálmari: Ficator með fésið glatt fljóða nýtur hylli. Hjálmar anzaði að bragði: Hitt er annars ekki satt að hann neinu spilli. Til skýringar má geta þess, að Ficator er stytting á Versificator scholae, en svo nefn- ist Hjálmar í erlendum bókmenntaritum. Enda þótt ritstjórinn okkar sé vanur að bera sig virðulegar á Pegasusi en hagyrðing- um er tamt, gat hann ekki stillt sig unr að lauma til Höskuldar einum fyrriparti um hinn ástsæla formann Hugins, en sem kunn- ugt er hafa lengi verið miklir dáleikar með ritstjóranum og formanninum. Fyrripartur ritstjóra var því að vonurn þrunginn sökn- uði og minnimáttarkennd: llla er fjarri oss formaður vor. Fátt er því unnt að gera eða segja. Höskuldur sá engin ráð nema fjörráð og botnaði því: Við erunr að falla úr andlegum hor. Við ættunr að fara inn á barinn og deyja. Gunnar Frímannsson (sem er alþekktur að drykkjuskap, ekki síður en bróðir hans), kvað þessa vísu: Bráðum opna barinn má og betur tíma haga. Einhver sopa þiggur þá, en það er önnur saga. Höskuldi þótti Gunnar nú lrætta sér út á lielzti hálan ís og kvað af því tilefni: Grínið vekur geig ég trúi, gætum málbeins, svo enginn þessu öllu snúi upp á Kolbeins. Jósep Blöndal vildi hvetja nafna sinn Kristjánsson til dáða: Ungi vinur, offra mér andans dropa úr penna þínum. Sá stutti var þá frenrur illskeyttur, svo senr Þingeyingum er títt, og svaraði unr hæl: Skammavísu skal ég þér skenkja úr ljóðafonti mínunr. Hann lét heldur ekki sitja við orðin tóm og sendi hinum verðandi ritstjóra þessa vísu: í sæti skáldsins sezt þú, grey. Sýnist liuga nrínum, að Gunnars ljónri lýsi ei leiðurunum þínum. Hjálmar vildi örva samkonruna og beindi þessari vísu til Gunnars Stefánssonar: 140 MUNINN

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.