Muninn

Volume

Muninn - 01.04.1966, Page 33

Muninn - 01.04.1966, Page 33
Nú skal erja óðarlönd andans lindir virkja. Ljóðafaðir, lyftu iiönd og láttu Pétur yrkja. Dauft hljóð var í Ragnari Aðalsteinssyni, er hafði brotizt um hart og lengi: Aður fyrri oft ég kvað, allt er stritið misheppnað. Ég krotaði hér kvæði á blað, en krassaði svo yfir það. Ljóðafáki ljótum lóga ég, og berst á fjórum fótum fram um veg. Hjálmar eygði þó enn nokkra glampa í Ragnari greyinu og kvað: Brýnir hetjan býsna slyng bragarljáinn, þótt enginn gráti Austfirðing, sem ekki er dáinn. Erlingur Sigurðsson hafði ekki hafzt að lengi, enda nýkominn úr harðri kosninga- hríð ,,lítt sár, en ákaflega móður“. Gunnar Frímannsson sendi honum þessa vísu: Er nú tómt þitt andans bt'ir, Erlingur minn góði, kemurðu nú kísilgúr hvergi að í ljóði? Ragnar Aðalsteinsson vildi bera blak af Erlingi: Ljóðs við list er slyngur. Ljóst er því hver syngur. Erlingur. Erlingur brást illa við, minnugur þess, að oflof er háð. Sendi hann Ragnari þessa vísu til baka: Mjög nú drauga magnar og mönnum ekki fagnar. Ragnar. Margir fleiri nrðu til að senda Erlingi vísu, en fæstar verða þær hafðar um hönd „nema svona í hálfum liljóðum / heima og í veizlum góðum.“ Erlingi veittist erfitt að halda uppi vörn- um, og orti þá Ragnar Aðalsteinsson: Hrynur andans höll ljót hjá ’onum. Ennþá standa öll spjót á ’onum. Haraldur Blöndal og Hjálmar brutu nú upp á nýju yrkisefni, stórmerku: Elti hrafn í allan vetur einhver Pússíkatt. Fýsnir sínar færði í letur, fljóðum kransa batt. Vísan skýrir sig sjálf. — Ragnari Ragnars- syni þótti ómaklega vegið að merkum snill- ingi og orti til Haralds: Yrkir fátt í allra sátt; oft vill þrátta, refur. Hyggur flátt og liggur l.ágt ljóðsins gáttaþefur. Hinn andlegi vegvísir var Ragnari Aðal- steinssyni hugstæður, en þótti hann samt hafa sett ofan og kvað: F.ngan óð ég nefni, andans þrýtur raust. Vort bezta yrkisefni er enniskúlulaust. Jósep Kristjánsson benti á, að það kæmi ekki að sök: MUNINN 141

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.