Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Síða 39

Muninn - 01.04.1966, Síða 39
Aðalfundur Skákfélags M. A. var haldinn 11. okt. Fundarsókn var með eindæmum léleg, og voru flestir þeir, sem fundinn sóttu, kjörnir í stjórn. Það virtist því í fyrstu ekki blása byrlega fyrir skáklífi í skólanum, ef marka hefði átt af fundarsókninni, en að minni hyggju hefur betur úr rætzt en á horfðist. Starfsemi félagsins hófst með hraðskákmóti, sem haldið var í ofanverðum októbermánuði. Keppendur voru 11 að tölu, og urðu þeir Ellert Kristinsson og Jón Torfason efstir, hlutu báðir 8 vinninga. í þriðja sæti var Kristján Eiríksson, hlaut 7V2 vinning. Skákþing M. A. hófst í desember og lauk í janúar Keppendur voru 11, og er það betri þátt- taka en oft áður, en efribekkingar sýndu móti þessu algjört áhugaleysi, og mætti enginn til leiks úr 5. og 6. bekk. Keppninni var þannig hagað, að keppt var í tveimur riðlum, en tveir efstu menn úr hvorum riðli tefldu síðan til úrslita. Þessir menn voru: Gunnsteinn Stefáns- son, Jón Gunnar Pálsson, Gunnar Skarphéðins- son og Skúli Torfason. Eftir að þeir höfðu teflt saman einfalda umferð, voru Gunnsteinn og Skúli efstir með 2 vininniga hvor. Tefldu þeir síðan tveggja skáka einvígi um titilinn, og bar Skúli hærri hlut frá borði, fékk IV2 vinning. Skömmu eftir áramót byrjaði hin árlega keppni stofnana, sem skólinn sendi sveit í að vanda. Fyrirtækin, sem þátt tóku í keppninni, voru fimm talsins, og skipaði sveit M. A. 3. sæt- ið, IV2 v. fyrir neðan KEA og Stefni, og hlýtur það að teljast allgóður árangur hjá menntskæl- ingum, þar sem tvær efstu sveitirnar hafa beztu skákmönnum bæjarins á að skipa. Bekkjaskákmótið hófst 21. febrúar. Sendi hver bekkur eina sveit, utan 6. bekkur, sem sendi tvær. Mótinu lauk með sigri sveitar 4. bekkjar, sem skipuð var stjórn félagsins, hlaut hún 13 v. Næsta sæti skipaði A-sveit 6. bekkjar með 8 v. Bekkjahraðskákmót fór fram 20. marz, og lauk því einnig með sigri 4. bekkjar með 26V2 v. og Skákþáttur A-sveit 6. bekkjar skipaði þar líka annað sætið, hlaut 18 v. Yfirleitt má segja, að bekkjaskákmót- ið hafi verið allvel heppnað, þó nokkuð skorti á, að mæting væri sem skyldi þau kvöld, sem teflt var. Starfi Skákfélagsins lauk með hraðskákmóti, þar sem keppt var um hraðskákmeistaratitil skólans. Tíu keppendur mættu til leiks og tefldu tvöfalda umferð. Úrslit urðu þau, að efstir og jafnir urðu þeir Jón Torfason og Kristján Eiríks- son með 16 v., en í þriðja sæti var Gunnar Frí- mannsson með 11 v. Þeir félagar Kristján og Jón háðu þriggja skáka einvígi, sem Jón sigraði með tveimur v. gegn einum. Hér kemur svo að lokum ein fjörleg skák úr bekkj askákmótinu. Hvítt: Gísli Magnússon. Svart: Haraldur Blöndal. Fjögurra riddara tafl. 1. e4 — e5; 2. Rf3 — Rc6; 3. Rc3 — Rf6; 4. Bb5 — a6; 5. BxR — bxR; 6. Rxe5 — De7; 7. d4! — Bb7; (undirbýr d6) 8. Bg5 — Db4? (gefur hvít- um færi á í 9. leik: BxR — gxB (ekki 9: — Dxb2 vegna 10. leiks hvíts: Ra4) 10. Dh5 — De7, og hvítur fær þar betra tafl). 9. Dd2 — Bd6; 10. BxR — gxB; 11. Rd3? (slæmur fingurbrjótur, betra var Rf3) — Dxd4; 12. 0-0 — O-O-O; 13. a3 — Hh-g8; 14. b4 — f5!; 15. Hf-el — Hd-e8; 16. exf? — HxH; 17. HxH — c5! (nú standa öll spjót á hvítum). 18. g3 — Bxg3; 19. hxg3 — Hxg3f 20. Kfl — Hglt; 21. KxH — Dg4|; 22. Kfl — Bg2f; 23. Kgl — Bf3t; 24. Gefið. Gunnar Sveinn Skarphéðinsson. Saga i 3. c: Þorsteinn Broddason: „Má ég skreppa á klósettið, kennari?“ Steindór: „Hvað heldurðu drengur? Ekki ferðu að gera neitt hérna inni.“ MUNINN 147

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.