Muninn

Volume

Muninn - 01.05.1997, Page 114

Muninn - 01.05.1997, Page 114
Emelía 4.X Ég tel að Menntaskólinn hafi veitt mér góðan undirbúning undir háskóla enda miðast kennsian við það. Vissar gloppur eru þó í henni og það vantar meira innra eftirlit, án þess þó að ég ætli að fara nánar út í það hér. Skólinn er hins vegar mjög verndað umhverfi og verða það eflaust mikil viðbrigði að fara í háskóla þar sem maður getur þess vegna týnst í kerfinu og þurft að bjarga sér sjálfur. Andiega hefur maður auðvitað þroskast mikið á þessum árum og hefur skólinn trúlega haft þar meiri áhrif heldur en maður gerir sér grein fyrir. I skólanum fer oft fram mjög málefnaleg umræða og sagt er að þetta sé pólítískasti skóli á landinu. Þessi umræða er mjög af hinu góða og vekur mann til umhugsunar um það hversu nauðsynlegt það er að mynda sér skoðanir. Þessi skóli hefur á sér mjög gott orð. En það leiðir af sér að nemendur reyna að standast þær væntingar sem til þeirra eru gerðar og vilja fyrir alla muni ekki sverta ímynd hans. Því miður álíta sumir þennan skóia vera snobbaðan og ég tel að þar sé skólayfirvöldum um að kenna, en að sjálfsögðu viljaþau veg skólans sem mestan. En svona á heildina litið finnst mér að ég fari héðan með gott vegarnesti út í lífið. Birgir Rúnar 4. AB Það hefur margt breyst á þessum fjórum árum mínum í MA. Það er auðvitað erfitt að hugsa sér aö sá karlmaður sem þessu svarar var eitt sinn sextán ára smátittur sem læddist skíthræddur með veggjum í fyrrverandi Möðruvallakjallara. En hvað olli þessari stökkbreytingu? Fyrsti, annar og þriðji bekkur voru alveg ágætir en allt það besta gerðist eftir þann tíma. Lítum á dæmi: Cancún-ferðin fræga er án efa það besta sem fyrir mig hefur komið og er hún mé enn skýr í minni. Sum kvöldin þar eru reyndar óljós í huga mér en ég er viss um að þau voru frábær. Þegar heim var komið tók busaögunin við. Hún var erfið en veitti mér mikla ánægju því það hefur mjög góð áhrif á samviskuna að eiga þátt í heiðarlegri tilraun til að gera menn úr skítseiðum. Frá 2. bekk og upp úr hef ég notið þess að læra frönskuslettur sem engir skilja nema útvaldir máladeildanemar. C'est fou! La fille est dans un sac sur le quai. J'ai un beau corps. Þetta gefur mér kost á aó móðga fólk án þess að það skilji hvað ég er að fara. Frönskukennarar MA fá bestu þakkir fyrir. Ekki má ég gleyma hryllingnum sem gekk yfir minn árgang þegar ákveðið var að endurskoða mætingakerfið. Þrjú kerfi á fjórum árum! Þessi óákveðni blessaðra yfirmannanna tók á taugar nemenda því aldrei var neinn viss um hvort stæði til að reka hann sökum lélegrar tímasóknar eða gefa honum mætingareiningu fyrir afbragðs tímasókn. Ruglingurinn hefur gert minn árgang að harðsvíruðum skrópurum sem nýta allar smugur til að fá punkta sína metna leyfilega. Þetta (og öll fylleríin, partýin og skálaferðirnar) er það sem mér er efst í huga eftir fjögur ár í MA Skólinn er þroskandi og hefur gefið mér mikið. Ég held að flestir ættu að taka í sama streng. Þeir sem gera það ekki eru fúlir fallistar. Sigurður 4.T Það fyrsta sem mér dettur í hug er ekki námslegi parturinn. Mér dettur fyrst og fremst félagsskapurinn í hug. Maður er búinn að kynnast fullt af skemmtilegu fólki og gera margt skemmtilegt. Maður hefur kynnst því á ýmsan hátt en fyrst og fremst í bekknum og eins í hinu fjölbreytilega félagslífi skólans. Einnig hefur maður lært alveg helling fyrir utan skipulagða kennslu t.d. í félagsmálum og ýmsum málum þeim skyldum. Svo er náttúrulega skemmtanaþátturinn og þar koma árshátíðir skólans sterkar til leiks og hafa þær, eins og Tryggvi segir hvert ár, batnað frá ári til árs. Ekki má heldur gleyma busavikunni sem var alveg frábær, það er svo gaman að pynta þessi busagrey. Hvað námið varðar hefur maður náttúrulega lært gommu, þó svo að það hafi verið tekið misföstum tökum og oftar lausum en föstum (sérstaklega stærðfræðin). Hið geysivinsæla mætingakerfi hefur síðan kennt manni nauðsynlegan aga og hefur á allan hátt verið góður undirbúningur fyrir lífið (hey, þetta var grín). Síðan hefur maður náttúrulega kynnst indælum plöntum og ég vil nota tækifærið til þess að mótmæla illri meðferð á plöntum hérna í skólanum því að þær standa skraufþurrar og svara manni ekki þegar maður talar við þær á meðan Arnljótur, sem er alltaf blautur, svarar manni alltaf. Það eina sem ég vonast eftir að fá frá skólanum er svo bara stúdentsprófið. 114 M U N I N N 19 9 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.