Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 3
Formáli.
'30'ýravinurinn* hefur að undanförnu fengið beztu viðtökur hjá landsmönnnum og
treysti jeg því að þetta 5. hepti nái sömu hylli, einkum hjá mæðrum, sem eru að kenna börn-
um sínum að lesa. .Smekkurinn sá sem kemst í ker, keiminn lengi eptir ber*.
Vissra orsaka vegna vildi jeg í þetta skipti vera búinn með útgáfu í’jóðvinafjelags-
bókanna nokkru fyr en vant hefur verið; jeg var því búinn að láta prenta, þegar póstskipið
kom frá íslandi, 3 arkir, sem er vanaleg stærð »Dýravinsins*. En með skipinu fjekk jeg
ýmsar góðar sögur, sem jeg vildi ekki geyma tvö ár þangað til 6. hepti af »Dýravininum* verður
prentað, rjeði jeg þvi af að bæta við einni örk, svo hann verður nú 1 /•* stærri en vanalega.
Þrátt fyrir þessa viðbót verða þó margar sögur óprentaðar, og bið jeg þá sem þær hafa sent,
að hafa þolinmæði, þangað til næsta hepti kemur af »Dýravininum*.
í>ess má geta öllum dýravinum til gleði, að talsverð líkindi eru fyrir því, að hreyfing
sú, sem vöknuð er á íslandi til betri meðferðar á skepnum, flytjist til nágranna vorraí Færeyjum.
f*ar liefur verið enin þá meira skeytingarleysi með skepnur en á íslandi. 1 samfleytt
4 ár hef jeg talað við nokkra helztu menn í Færeyjum um það, sem mjer fannst mest ábóta-
vant í meðferð skepnanna þar, en jeg fjekk jafnan daufa áheyrn. Álitið um þörfina var eigi
vaknað fyr en næstliðið vor. Næstliðinn vetur var þar óvanalega harður, en hús fyrir sauðfje
er þar óvíða til, svo fjeð fjell hrönnum saman af hor og hungri, margir mistu tvo þriðjunga
af fje sínu. f’etta opnaði augu margra, svo menn sáu að nauðsýnlegt væri að breyta gam-
alli venju. Amtmannshjónin, skólastjórar og einn blaðstjóri hafa nú tekið að sjer að vekja at-
hygli manna á því, að betri meðferð á skepnum en .verið hefur, sje bæði nauðsynleg og
mannúðfeg.
í þessu liepti er minnst á nýja slátrunaraðferð á sauðfje og vona jeg að þetta fái öfl-
uga meðmælingu allra góðra manna. Ef nokkrir framtakssamir menn í hjeraði hverju byrja, þa
líða eigi mörg ár þangað til að fjöldi manna hafa tekið upp sama siðinn.
Mannúðin og velviljinn til þeirra skepna, sem láta lífið fyrir eigandann, á að vera
aðalhvötin í þessu efni, en þess utan má líta á vinnusparnaðinn við það að rota kindina; þá
þarf ekki að halda fótunum, svo einn maður getur gjört sama verk, sem tveir unnu áður. f>að
er í þessu sem nærri því öllu öðru, er snertir mannúðlega meðferð á skepnum, að góð með-
ferð og hagnaður eigandans fylgjast að. f>essvegna er það svo líklegt, að þeir fjölgi árlega
sem fara vel með skepnur sínar, og að horfellir á vorin verði sjaldgæfari en hingað til, landi
og lýði til sæmdar og gagns.
Eins og sjest af efnisylirlitinu, hefur cand. phil. f>orsteinn Erlingsson samið og þýtt
talsvert í þessu hepti, en stafsetning hans er dálitið frábrugðin þeirri sem er á öðrum sögum,
í þessu og fyrirfarandi heptum.
T. O.