Dýravinurinn - 01.01.1893, Side 10

Dýravinurinn - 01.01.1893, Side 10
6 aldi mógrár, hálslángur og herðamikill. Fljótt þekti Lótan þennan úlfalda, og átti lítils góðs af honum að vænta, því hann hafði látið hann gánga sjer til húðar fyrir laungu, svelt hann og nítt á allar lundir; hann hafði og hvíta bletti á baki og síðum eptir meiðsli. Auk þess hafði hann orðið að bera drápsklyfjar einu sinni í 2 daga bæði meiddur og haltur. Hann gekk nú að gráu steina lirúgunni, og tók þar upp einn af miðlúngs steinunum, en varð í því bili litið á gainla húsbóndann og hefir Hklega sýnst hann vera búinn að fá nóg, því hann ljet steininn detta og gekk burt. »J>etta hefði víst einginn gert nema þú, veslings Tabí«, sagði Lótan með sjálfum sér. Svo var kallað á hestana, og þá kom fram fyrir brekkuna ljósjarpur klár, vel limaður, kviklegur og hinn faungulegasti. Ekki var Lótan heldur ókunnugt um þennan hest, því hann hafði haft hann bæði til reiðar og áburðar í 12 ár, opt reynt í honum þolrifin og launað honum loks lánga þjónustu með því níðings- bragði að selja hann gamlan og lúinn byggingameistara einum, sem ljet hann bera sand og draga grjót meðan hann gat staðið uppi. Jarpur gekk að voginni, leit snöggvast á hvítu skálina þar sem steinn asnans lá, og svo á steinahrúgurnar og Lótan en ekki hreyfði hann við einum steini, og gekk síðan burt, rólegur og alvarlegur eins og hann |var kominn. »Aumingja Jarpur, ekki ertu hefnigjarn«, sagði Lótan við sjálfan sig, þegar hesturinn gekk burt. þ»á var kallað á kettina, og kom þá gulflekkóttur köttur fram á flötina. Ekki var þetta köttur Lótans, en kunnugt var honum um kisu, því það var köttur nábúa hans og hafði marga skráveifu feingið af Lótan þegar hann var í íllu skapi. Seinasta handarvikið við hana var það, að hann sigaði hundi á hana sem beit hana svo, að hún lá þar eptir hálfdauð. Ekki ómakaði Lótan sig þó til að stytta henni kvalirnar, en þar fanst hún síðan dauð af sárum, og ljet samviska Lótans sig það smáræði litlu skipta. Nú var kisu bætt það hundsbit og orðin feit og silkigljáandi; hún skotraði snöggvast öðru auganu að skálunum, en ljet svo sem hún sæi hvorki Lótan nja steinana og gekk hægt og stillilega fram hjá öllu saman eins og henni kæmi það ekki við og fór síðan út á völlinn. J>að var eins og Lótan sæi fyrst skömm sína fullum sjónum, þegar hann sá göfuglyndi kisu. Hún hafði aldrei gert hið minsta á hluta hans alla sína daga, en þó var sem hann ætti henni altaf ílt að launa og hrakti hana og hrjáði með öllu móti. Hann hefndi grimmilega hverrar mótgjörðar, en hún Ijet nú, sem hún sæi ekki þennan kvalara sinn þegar hún gat hefnt sín á honum og hreyfði ekki minsta steininn. |>að var ekki laust við, að konúngur dýranna væri farinn að mínka nokkuð í sínum eigin augum, þar sem hann húkti á stólnum og horfði á alt þetta. J>á var kallað á hundana, og kópgrár rakki lítill en fjörlegur kom inn á flötina. Hann kom tindilfættur og vinalegur eins og hann var vanur að koma forðum, þegar húsbóndi hans kallaði á hann. Hann kom strax auga á Lótan og var þá eins og gleðibragð kæmi á hann, það leit snöggvast svo út, sem hann ætlaði að koma til Lótans, en þá sýndist sem æðri hönd benti honum burt, hann vagg-

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.