Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 54

Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 54
50 feir geingu líka heldur í augun á mjer þessir átta áburðarhestar frá Skarði, og reiðhestarnir eingu minna; einkum hafði jeg augastað á rauðum hesti, sem jporbiörn reið, hann var ljómandi fallegur og þrekmikill hestur og bráðfjör- ugur; hann var þá 10 vetra gamall, feitur og frjálslegur eins og annars allir hest- arnir frá Skarði voru; þeir báru best vitni um, að vel væri farið með þá. En samt hafði f>orbjörn eitt hross sem var bæði lítið og horað, en það hross átti hann heldur ekki sjálfur, og þegar jeg hafði orð á því við Bjarna hvað vesaldarleg hún væri þessi móbrúna hryssa, þá sagði hann: »Hún hefði ekki verið svona horuð og skálduð, ef hún hefði verið hjá okkur — — Hann er nú æfinlega í dræpum dauða með heyin líka«. Bjarni fræddi mig nú ofurlítið meira — hann vissi að jeg kom um vorið í sveitina — og svo sagði hann mjer, að Jón á Móum ætti ekki nema þessa einu dróg til allrar brúkunar, og að hann yrði feiginn að lána þeim hana þegar hann gæti, svo að hann hefði sem allra mest gagn af henni. Mjer þótti hálf undarlegt, að stærstu ullarpokarnir voru á Móa-Móru, en kom mjer samt ekki fyrir að minnast neitt á það við þá fjelaga. Ferðin í kaupstaðinn gekk vel, og alt þángað til við Bjarni fórum að smala hestunum; en þá gátum við ekki fundið tvo áburðarhestana frá Skarði, við flýttum okkur að leita um hagana sem hestarnir voru vanir að gánga i, og að reka hestana heim, svo Móru litlu var farið að volgna hjá Bjarna, því hann var bæði þúngur á baki og svifti henni líka nokkuð óþyrmilega til, af því maðurinn vildi flýta sjer, eins og eðlilegt var. Bjarni sagði Jporbirni tíðindin, þegar við hittum hann við farángurinn. »J>eir hafa líklega slángrað eitthvað í áttina, greyin-----Jeg má til með að biðja þig Bjarni minn, að skjótast upp á hana Móru og svipast eptir þeim«. »Hún er skást, að skjögta henni nælið að tarna«. Bjarni saup svo á flösk- unni og pipraði Móru til, með tveimur vænum svipuhöggum um leið og hann fór. Við þ>orbjörn fórum að leggja á hestana og höfum víst verið að því, og ýmsum lagfæringum við klyfjarnar, eina tvo tíma; þá kom Bjarni með hestana, og jþorbjörn hældi honum fyrir hvað hann hefði verið fljótur; en það sá líka á þeirri mórauðu, að Bjarni hafði farið fremur greitt, og eingum hefði getað dottið í hug, að bera Skarðs-Rauð og hana saman á nokkurn hátt, eins og bæði komu þá fyrir sjónir. Hún var illa kumluð og flegin hún Móa-Móra garmurinn, svo það var eingin furða þó hún ljeti illa þegar átti að leggja á hana reiðínginn; afþvíhún var líka nokkuð hrekkjótt að náttúrufari. Jeg varð að halda í hana á meðan þeir lögðu á og girtu gjarðirnir, það var í mjer hálfgerður skreppíngur meðan á því stóð, hún Jagði svo meinlega kollhúfu, og hvolfdi augunum grimdarlega þegar hún náði ekki til að bíta okkur, þegar hún mátti til að láta í minni pokann fyrir okkur þremur. Svo ljetum við upp á hestana og hjeldum af stað; allir hestarnir báru vel,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.