Dýravinurinn - 01.01.1893, Page 57

Dýravinurinn - 01.01.1893, Page 57
53 gamla konan; »en verið þið nú góð og siðsöm börn«. Jeg var eins og börnin; mig langaði til að heyra söguna; hagræddi jeg mjer svo í rúminu, að jeg misti ekkert af sögunni, en ljet þó sem minst á mjer bera. Gamla konan sagði börn- unum frá á þessa leið: »þ*egar jeg var úng stúlka, á aldur við hana Siggu hjerna, fjekkjeg að fara í kaupstaðinn með honum föður mínum sáluga. Jeg hlakkaði nú heldur en ekki til ferðarinnar, því jeg hafði ekki komið í kaupstaðinn áður; bjóst jeg því við að sjá margt nýstárlegt í ferðinni. Faðir minn var með stóra lest og hafði því báða vinnumennina sína með sjer. A leiðinni í kaupstaðinn bar ekkert til tíðinda. Faðir minn tók út vörur á hestana sína og jeg verzlaði með ullarlagðana mína. Pilt- arnir bundu upp á liestana og fórum við siðan af stað úr kaupstaðnum nálægt nóni. J>að var allra blessaðasta veður þennan dag, blíða logn og sólskin; það lá vel á okkur öllum, því ferðin hafði geingið að óskum. Hestarnir voru reknir heimleiðina; settu þeir götuna í langri röð og báru vel bagga sína, enda var vel upp á þá búið og þeir vænir og í góðu standi, því faðir minn sálugi fór allra manna best með allar skepnur. Um miðaptansbilið vorum við að fara niður Illa- Klyf, sem kallað er; þar var bæði bratt og grýtt og varð því að fara hægt og gætilega. Neðst í klyfinu fundum við bæði hest og mann rjett við veginn, og var það ljóti fundurinn. Hesturinn var brúnskjóttur að lit og meðal hestur að stærð; skinhoraður. — Hnakkurinn var undir kvið; var bundin við annan hnakk- kenginn pokatuska með fjögurra potta tunnu, fulla með brennivíni. Hafði hún togað hnakkinn yfir um. Herðakamburinn var stokkbólginn, og eitt alblóðugt flatsæri aptur undir miðjan hrygg; lá hnakkgjörðin leirug og grjóthörð ofan í sárinu. Mátti sjá að skurfa hafði verið komin ofan á meiðslið, en rifnað hafði ofan af því öllu við það, að hnakkurinn togaðist undir kvið. Logblæddi nú úr öllu saman, og var auðsjeð, að hesturinn hafði mikla þjáningu af þessu, því að hann beit ekki, en barði apturfótunum á víxl í jörðina. Jeg sá, að faðir minn varð æði þung- brýnn, er liann sá þetta. Skamt frá hestinum lá eigandinn steinsofandi. Hann var bæði forugur og rifinn, allmikið hrumlaður í framan og storkið blóð á treyju- börmum hans; var auðsjeð, að honum höfðu blætt nasir og það í meira lagi. Tóm flaska tappalaus stóð upp úr brjóstvasanum á úlpunni hans. Við könnuð- ustum við manninn; hann hjet Jón og var einn af hinum svo kölluðu »kóngsins lausamönnum«, drykkju- og áflogamaður, gæfu- og auðnulítill. fóttist hann á sumrin, er hann var upp í sveit, eiga heima við sjóinn; en á veturna, er hann var við sjóinn, uppi í sveit. Faðir minn sagði öðrum pilta sinna að vekja hann og reyna að koma honum á hestbak. En þegar Jón ránkaði við sjer, brást hann fok- vondur við, ruddi úr sjer óþverraskömmum og hafði í heitingum að berja pilta okkar. Af því að veður var gott og eingin hætta fyrir lífi hans, þótt hann svæfi leingur úti, þá yfirgáfum við hann og hjeldum leið okkar. J>egar við vorum komin í áfángastað, búin að hepta hestana og tjalda, kom Jón flugríðandi til okkar og er mjer fyrir minni að sjá þá vesælingshestinn. Hann stóð á öndinni af mæði og bleikrauð froða út úr munni hans og nösum. Keðjan var spennt svo fast, sem

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.