Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 22

Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 22
18 lá þar leingi í aungviti, en þó bráði loks svo af honum, að hann bar kensl á menn og virtist svo sem hann bæði um skriífæri, en talað gat hann ekki. Honum var þá feinginn pappír og blýantur, og skrifaði hann á blaðið nokkur orð með vinstri hendinni, því hægri hliðin var öll máttvana; það var til systur hans, og stóð þar ekki annað á, en að hann bað hana fyrir Lagsa og sagði, að hún skyldi hafa að afnámi af eigum sínum 500 krónum, sem hann átti í sparisjóði í sjerstakri skiptabók til þess að borga með skatt afLagsa og annast hann meðan hann lifði. Eins bað hann þess, að Lagsi mætti sofa í rúmi hans, eins og hann hefði verið vanur, svo leingi sem hann vildi vera þar fremur en annars staðar. Aungu öðru ráðstafaði Pjetur af eigum sínum, og var þetta þó minsti hluti þeirra. Pjetur skildi við þá nótt og hafði ekki feingið málið. Rakkinn sat á steininum allan þann dag til kvölds og horfði út á sjóinn og fjekkst ekki af honum að koma heim, þar sat hann alla nóttina þángað til um morguninn, að ókunnugir menn reru bátnum þar að landi, þá gekk Lagsi heim og var auðsjáanlega hnugginn. Loksins eptir lánga mæðu, fjekkst af honum að jeta lítið eitt, og svo liðu nokkrir mánuðir að hann fór einförum, en svaf þó laungum eða lá í rúmi húsbónda síns, og fjekk hann að halda því óklundruðu; en á hverju kvöldi gekk hann niður í fjöruna og sat þar ámóta tíma og þeir höfðu setið þar forðum og á sama steininum. Hann leyfði öllum að klappa sjer, en ekki sáu menn að neitt gleddi hann öðru fremur. Einu sinni bragðaði hann ekki mat nokkra daga, og var þá orðinn mjög veikburða. Hann drógst þó fram í fjöruna á kvöldin eins og vant var, en eitt kvöldið kom hann ekki heim í það mund sem hann var vanur, var hans þá leitað og fanst hann þá á sínum gamla steini. Hann lifði þá að eins og var borinn inn í rúm, en eptir litla stund var hann dauður. Systir Pjeturs bjó um Lagsa virðulega og gróf hann í garði sínum. Hún er nú dáin fyrir tveim árum, en sonur hennar hefur sagt frá sög- unni um Lagsa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.