Dýravinurinn - 01.01.1893, Page 14

Dýravinurinn - 01.01.1893, Page 14
10 yfirgefið i svip og greip þar tvö egg, annað í klærnar en hitt í nefið og flaug burt með. Svo settust krummar að morgunverði þar í brekkunni. En jeg tók um leið eptir öðru sem við bar þar í grendinni, því í sama bili sem hrafnana bar inn yfir garðinn, kom bröndótta kisa út úr jarðfalls holu þar í tjarnarbarminum og stansaði hjá önd sem sat á eggjum rjett við holuopið. Jeg hafði aldrei fyr tekið eptir þessu andarhreiðri, því eingin önd verpti þeim megin tjarnarinnar nema þessi eina og furðaði mig á því, að hún hafði valið sjer þar stað rjett við bæjardyr kisu og það svo nærri, að kisa varð nærri því að klofa yfir hreiðrið í hvert sinn sem hún fór inn eða út, en aldrei brá öndin sjer við það. í Grasaadarsteggi. þetta sinn beið kisa þar hjá hreiðrinu þángað til hrafnarnir voru farnir og sneri þá inn aptur. Hrafnarnir komu opt á morgnana inn yfir garðinn, og bar kisa sigeins að í hvert skipti sem þeir komu. Eitt sinn þegar öndin var búin að únga út, var hún ekki heima þegar hrafnana bar inn yfir tjörnina, og settist þá kisa hjá hreiðrinu og gætti þess vandlega, að úngunum yrði ekki neitt að grandi, og þar sat hún þangað til hrafnarnir voru á burtu og móðirin kom til únga sinna. Eins þaut kisa til únganna þegar hrafnarnir komu, þó úngarnir væri lángt í burtu, ef þeir voru að eins á þurru landi og móðirin ekki hjá þeim, en aldrei skipti kisa sjer af neinum úngum öðrum en þessum.

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.