Dýravinurinn - 01.01.1893, Qupperneq 41

Dýravinurinn - 01.01.1893, Qupperneq 41
37 svo þessi ljósglæta villir sjónir fyrir þjer, svo að þú rekur þig á eða hrasar, þá ertu tekinn og úr þjer rekin bæði augun, svo að viliuljósið verði þjer ekki optar til falls. Jeg þarf nú ekki að lýsa æfi þinni eptir þetta, því nú er ekkert eptir sem geti glatt þig annað en hin daglega fæða þín, og nú er hún þjer þó lítil hug- svölun, því í þessu koladjúpi er liin góða matarlyst þín horfin, sem gerði þjer hvern bita svo sætan forðum. f>að eitt er þjer til fróunar að kalla á dauðann með öll- um sálar og lífs kröptum í hvert sinn sem þú ríst upp úr bæli þínu og í hvert sinn sem þú legst þar niður, þángað tii hann verður svo miskunsamur að bæn- heyra þig. Jeg þekki því miður aungar skýrslur, þar sem sjeð verði hve mörgum is- lenskum hestum er sökt árlega niður i breskar kolanámur, en jeg hef sjálfur talað við menn, sem hafa sjeð þá þar ekki svo fáa, og af skýrslum dýraverndunarfje- lagsins í Lundúnum sjest, að í námunum er margt smárra hesta, svo sem eru íslenskir, norskir og rússneskir. J>etta dýraverndunarfjelag er hið stærsta í heimi og gerir alt sem það orkar til að bæta meðferð á dýrum og hefur varið til þess mörg hundruð þúsundum króna. þ>að hefur þjóna sína og njósnarmenn í hverri borg um endi- lángt Bretland, og hefur staðið í lángri styrjöld við landsstjórn og kolafjelög um meðferð á hestum í námunum, en átt mjög erfitt uppdráttar. Margir námu- eigendur fara þó vel bæði með hesta sína og vinnufólk og þola eingin níðíngs- atferli þar, en hinir eru því miður fleiri, sem þrælka vinnufólkið og fara svo með hesta sína sem nú mun sagt verða. Jeg skal nú ekki fara fleirum orðum um þetta, en láta þjóna Dýravernd- unarfjelagsins segja söguna eins og hún hefur geingið. Einn þeirra segir svo frá: »Eitt sumar tók jeg eptir því, að dálítill hesta hópur stóð á beit á afskekt- um grasbletti utarlega í borginni þar sem jeg átti heima. Jeg fór að veita þessum hestum eptirtekt, þvi mjer þótti atferli þeirra að ýmsu leyti kynlegt. þ>eir fóru fram og aptur um allan blettinn, en hjeldu altaf hóp, og smá hneggjuðu við og við hver til annars. þ>egar jeg fór að gá betur að, sá jeg að þeir hlutu allir að vera blindir, og hneggjuðu því til þess að týna ekki hver öðrum. í þessum fyrsta hóp voru átta hestar bæði enskir og útlendir, sem allir voru gamallegir til að sjá, en þegar jeg kom nær þeim, sá jeg að þeir voru úngir, og einginn eldri 'en tíu vetra, en þeir drógu á eptir sjer fæturna og voru stirðlegir í öllum hreyfíngum einúngis af sliti og lúa. Jeg ætlaði að fara að grenslast eptir eigandanum, en þá hurfu hestarnir einn dag allir saman. En að tveim dögum liðnum var kominn annar hópurinn á blettinn. Hestarnir voru jafnmargir hinum og litu út fyrir að vera blindir líka. Jeg vildi nú fá vissu fyrir því, hvort svo væri, sem mjer hafði sýnst; jeg fór því til þeirra og skoðaði þá, fjekk jeg þá órækann vott þess að þeir voru sjónlausir, og fór sem bráðast að leita uppi eiganda þeirra. Eptir lánga vafnínga varð jeg þess loks vísari, að það var B. »kolakóngur« sem átti þá. Hann var sjálfur á skemtiferð um suðurlönd, en verkstjóri lians sagði mjer, að þetta væru hestar úr námu B., sem hafðir væru ofanjarðar mánaðartíma til að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.