Dýravinurinn - 01.01.1893, Side 31

Dýravinurinn - 01.01.1893, Side 31
27 fegar Skjalda var seld. Hún: Jeg vildi við mættum enn þá fylgjast að og ekki skilja, hvernig sem það geingur. Hann: Nei, hættu nú, við höldum þá af stað; nú hjálpa ekki þessar kveðjur leingur. Hún: þú verður þá að víkja Skjalda min, frá veslings hópnum sem hjer eptir stendur. Við óskum alt hið besta biði þin, og blíðleg orð, og mjúkar vinahendur þú veist það vinur, hvar jeg fróun fann svo fljótt við gráti barna þinna laungum; og hvað á nú að friða þorsta þann og þerra tár af hinum litlu vaungum. Hann: Jeg veit að mjög er missir þessi sár — en minnist jeg á vetrar timann lánga þá veit jeg þjer ei við það fækka tár ef verður þú að horfa á Skjöldu svánga. Hún: Nei, fyrirgefðu vinur minn, jeg veit svo vel að þjer er ekki neitt að kenna; en þegar Skjalda augum á mig leit mjer eitthvað fanst i hjarta mínu brenna. Og hljóð þau litu hvort til annars þá; og hann varð svo með Skjöldu burt að gánga. Hún grjet og starði gaungu þeirra á; svo gekk hún inn og þerði tár af vánga.

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.