Dýravinurinn - 01.01.1893, Side 46

Dýravinurinn - 01.01.1893, Side 46
42 Arið 1882 var gott veður fyrir páskana; rann þá sumt af sauðum föður míns á fjall og Gulur með þeim. Upp úr páskum rak á hið mikla skaðaveður, sem mörgum mun minnisstætt. þ>að stóð marga daga, svo ekki var fært að leita sauðanna. Hið fyrsta er unnt var fór jeg þó. Fann jeg þá Gul í sauðahúsi frá Fossnesi, — sá bær er við afrjett, — var einn sauður með honum og báðir kvol- aðir mjög. Hjelt jeg nú braut þeirra inn yfir á þá, er Grjótá heitir, hún skilur afrjett frá heimalandi Fossness, yfir hana höfðu þeir brotist og var hún þó litt fær, því hún var barmafull af snjókrapi. Hinir sauðirnir, sem jeg leitaði að, stóðu í hóp fyrir innan ána og voru mjög illa til reika. Höfðu þeir ekki, utan einn, treyst sjer að fylgja Gul yfir hana. Vorið 1883 flutti jeg híngað (að Hrepphólum) og tók Gul híngað um haustið. Hann undi hjer vel um veturinn, og var eins góður forustusauður eins og hann hefði verið hjer upp alinn. Snemm'a um vorið 1884 gjörði blíðviðri um tíma; strauk Gulur þá austur í Stóranúps-haga, einn síns liðs. Nokkru síðar gjörði norðankast. Strax í byrjun þess var Gulur kominn híngað aptur til að vitja fje- laga sinna og leiða þá að húsi. Aldrei beið Gulur þess, að hann væri rekinn á afrjett á vorin, heldur fór hann þángað sjálfur; ekki fór hann samt alfarinn fyr en búið var að rýja hann. Aldrei fanst hann í fyrsta fjallsafni á haustin, en eptirsafnsmenn fundu hann ætíð í Kjálkaveri, — það er við Fjórðúngssand, — var hann þeim erfiður og vildi sjálfur ráða ferðum sínum. En er þeir höfðu loks getað sveigt hann til heim- ferðar, tók hann á rás, einn síns líðs, og var kominn til bygða löngu á undan leitamönnum. Staðnæmdist þá jafnan í Stóranúps-högum eða þar í grend. Gekk svo hvert haust þángað til 1889; þá var svo mikið frost á afrjetti um eftirsafns- tímann, að vötn hjeldu, en veður var þó stilt. J>á var Gulur styggari en nokk- urn tíma áður, var hann leingi eltur og náðist loks á hálu svelli. Síðan var hann tjóðraður um nóttina, svo hann slyppi ekki aptur. Daginn eptir gekk hann apt- astur og síðan alla leið heim. Var auðsjeð að hann var veikur. Lifði hann síðan fáa daga, en beit ekki, og ljet jeg þá siátra honum. Sást þá, að mörinn í honum var bráðnaður eins og tólg. Hefur hann án efa verið svo heitur, er hann var eltur, að mörinn hefur bráðnað, og storknað siðan um nóttina, þegar sauðurinn varhreyf- ingarlaus í köldu veðri. — Fleiri dæmi eru til þess, að skepnur hafi dáið á þann hátt, og ættu menn að vara sig á því, að siga hundum á skepnur svo þeim ofhitni. Sigurður Jónsson. Gráni. Sjera Páll Ólafsson í Ásum í Skaptártúngu átti gráan reiðhest góðan, er var mjög elskur að húsbónda sínum. Árið 1823 voru sjera Páli veitt Holtaþing. Reið hann þángað að skoða bújörðina m. fl. í þeirri ferð druknaði hann í jökul- hlaupi á Mýrdalssandi ásamt fmrarni Ofjörð og Benedikt skáldi, sem kunnugt er. Hestar þeirra komust af, þar á meðal Gráni sjera Páls. Varð hann í eign ekkj-

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.