Dýravinurinn - 01.01.1893, Side 64

Dýravinurinn - 01.01.1893, Side 64
60 Til minnis. Farið þjer vel með hestana, hlífið þeim fyrir reið og áburði, þegar þeir eru veikir, meiddir eða haltir. Leggið eigi of þungar byiðir á þá, og hlífið fjörhestinum, hafið vit fyrir hon- um, að hann ekki hlaupi oflanga spretti. Látið hestana ekki ganga berfætta á sumrin, þegar þeir eru að bera baggana fyrir yður, eða yður sjálfa, og eigi heldur á veturna, þegar svellalög eru komin, svo þeir detti ekki milli linjótanna, sem þeir eru að naga, til að spara yður liey, eður halda í sjer lífinu, þegar mennirnir enga miskun sýna. Látið ekki hestana ganga á gadd- inum langt fram á vetur án húsaskjóls í frosti og jarðleysi. Hættið þeim ljóta vana að hnýta í taglið, allra sízt nautum. Hættið að berja »fótastokkinn« eins hraparlega ámátlega og venja er um allt land, það er óþægindi fyrir hestinn og til athlægis fyrir alla þá, sem eru óvanir að sjá þvílíkan aðgang Svipuhöggin þurfa stórum að fækka. Venjið hestana á að gangast fyrir góðu, frekar en illu. Látið ekki hesta standa lengi bundna á bæjarhlöðum við stjaka eða steina, allra sízt ef þeir eru sveittir eptir harða reið í kuldaveðri og á bersvæði. — Forðist að sund- leggja hesta í ám í frosti á vetrardag, ef hægt er að komast hjá þvi. Látið heslana hafa við- unanlega loptgóð hús og björt, geíið þeim tuggu af góðu heyi meðfram moði og rekjum, ef þjer neyðist til að gefa þeim það rusl. Seljið ekki gamla hesta, sem lengi hafa þjónað yður, þeir sakna kunningja sinna og átthaganna, og mæta opt hlífðarlausri meðferð. Hættið þeim ósið að Iáta »hesta ganga sjer til húðar«, sýnið þeim þvert á móti meiri nákvæmni, þegar þeir eru gamlir, þurfa þeir eins og menn og skepnur nákvæmari hjúkrunar við og vægilegrar meðferðar. Gleymið þá ekki, hvað margt þeir hafa gjört fyrir yður, sem er launa vert. Fóðrið kýrnar vel, svo þær hafi fóður fram yfir það, sem þær þurfa, til að viðhalda lífi og sömu holdum; annars geta þær ekki mjólkað og sýnt gagn. Látið þær hafa loptgott og bjart fjós; básana sljetta og vel þakta árið um kring. Haldið þeim vel hreinum, á hverjum tíma sem er. Sveltið ekki sauðfjeð, ætlið því nægilegt vetrarfóður, svo það ekki verði horað eður hordautt á vorin, og geti gjört eiganda sínum fyllsta gagn. Látið það ekki liggja lengi við húsdyrnar í hríð og frosti á vetrardag. Fjármaður ætti helzt að fylgja fjenu í haglendið úr húsi og í, þegar hagskarpt er og veðurhörkur. Sigið ekki hundum grimmdarlega á búsmala nje afrjettarfje. Klippið ullina af kindunum, þegar hún er flókin eða föst, en rífið liana ekki af vel fyldum skepnum. Hafið fjárhúsin rúmgóð og loptgóð. Gjörið skepnunum, sem láta lífið fyrir yður, dauðann sem kvalaminnstan. Virðið eigi lítils tryggd hundsins. Reiðið hann yfir ár og eggjagrjót, þegar hann fylgir í langferðum. Látið hann ekki vera svangan; gætið að bæninni í augum hans, þegar hann hungraður sjer mat. Berjið hann ekki, minnist að hann leggur allt í sölurnar til þess að geta fundið eiganda sinn og fylgt honum. Gleymið ekki að bera út moð fyrir litlu saklausu snjótitlingana í vetrarharðindum. Hættið að taka egg frá smáfuglum, og drepið aldrei móðir frá ungum. Aðferð við lundaveiði á Islandi þyrfti að breytast sem allra fyrst. Miskunarlausari veiði er naumast til á fuglum eða dýrum með heitu blóði. Væri þetta, sem hjer er sagt, fest í minni og farið þar eptir, þá liði skepnunum miklu betur en víðast á sjer stað nú; og eigandinn hefði miklu meiri ánægju, og miklu meira gagn af þeim. T. G.

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.