Dýravinurinn - 01.01.1893, Side 27

Dýravinurinn - 01.01.1893, Side 27
23 Kisa launar fyrir sig’. sveitabæ einum á Englandi var fyrir skömmu gráflekkóttur köttur. Kisa var makráð og sjerlunduð eins og hún átti kyn til, en ekki er þess getið, að hún væri í neinu fremri að íþróttum eða atgervi en kettir eru vanir J>ar var á bænum vikadreingur, sem Jón hjet. Piltur þessi var fremur vel látinn af heimilismönnum, og hefði þó betur verið um vinfeingi hans, ef honum hefði ekki fylgt sá skaplöstur að vera nokkuð ertinn. Á þessum skapbresti hans máttu allir kenna nokkuð, en mest kom hann þó niður á kisu, og ómaklegast, því hún líktist öðrum frændkonum sínum í því, að henni þótti góður friðurinn, og sneiddi því hjá Jóni hversdagslega svo sem hún gat við komið, og hliðraði sjer hjá öllum skærum. Opt hljóp hún í felur þegar hún sá Jón, og kom ekki fram fyrri en hann var á burtu. Fór svo fram lánga hríð. Iþað bar við einu sinni sem optar, að fjölgaði hjá kisu og var henni leyft í það sinn að halda einum kettlíngnum; hann var hvítur að lit og hinn líklegasti til þroska. J>egar hann var tveggja mánaða gamall, fylgdi hann móður sinni út og inn um bæinn, og þótti þar mart nýstárlegt að sjá. En brátt kom þar að honum þótti sig hvorki skorta aldur nje þroska til að kanna heiminn nokkuð gjör. Kisu var lítið um slíkar glæfraferðir og hirti hann opt röggsamlega fyrir tiltektir hans, og mörgum öðrum en honum hefði orðið minnisstæð sú ráðning sem hann fjekk, þegar hann brölti fram af stjettarbrúninni í fyrsta sinn, og stóð þar svo skrækj- andi og ráðalaus mitt í forinni, því t það sinn varð honum nokkuð ómjúk móður- hirtingin, þegar hún var búin að drasla honum upp á stjettina og inn í bæjar- dyrnar rennvotum og svörtum af for. Hann fór að vísu ekki fleiri ferðir þann dag; en næstu daga var glaða sólskin og skrauf þurt um allar stjettar svo vel mátti velta sjer hvar sem stóð. Jpetta var um hásumar og því æði dauflegt að vera inni. Hann hjelt því af stað á nýjan leik, þegar hann sá sjer færi, eins og aldrei hefði neitt í skorist, og skálmaði nú fyrst með endilangri húsaröðinni; hann nam þar loks staðar við garðshliðið og horfði út milli spalanna á grindinni sem í hliðinu var. J>ar þraut stjettin, og tók þá við endalaus geimur af hvann- grænum ökrum og eingjum svo lángt sem auga nam, og það sá hann af visku sinni, að slíkt ginnúngagap var^ekkert kettlínga meðfæri. Hann beygði því af leið- inni og hjelt fram á hlaðið. J>ar var skemmra til heimsenda, því afarmikill skið- garður lukti þar um lönd öll, og nam við himinn. Hann komst þó ekki alla leið í það sinn, því á miðju hlaði kom kisa honum í opna skjöldu, og var þá lokið landaleitum þann dag. þ>egar hjer er komið sögunni, var það einn dag, að Jón kom heim frá hrossum um hádegisbilið. þ>egar hann kom að garðshliðinu sá hann hvar kisa stóð alein á miðju hlaði og mjálmaði sáran og mjög aumkunarlega. Jóni þótti kynlegt að sjá hana þarna án kettlíngsins og gat þess til, að hann hefði smokrað sjer út um einhverja holuna á garðinum og hún því mist sjónar á honum. f>ójón væri gáskafullur stundum, þá var hann þó hjartagóður og tók sárt til kisu þegar að vera.

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.