Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 12

Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 12
8 f»etta var fyrsta dýrið, sem Lótan kannaðist ekki við, og það var ekki heldur von, því þá mús hafði hann ekki sjeð síðan hann var á sjöunda árinu; þá var það, að hún kom um miðsvetrarleitið heim að bæ foreldra hans, til að leita sjer bjargar, og þá hafði barnið rjett brauðmola út um búrgluggann, þegar það sá músina skjótast fyrir. Hún kom svo um nóttina og hirti molana, og fyrir þessa mola var músin að þakka honum nú, þó þakklætið yrði minna en hún vildi. Nú var Lótan orðinn svo utan við sig, að hann hjelt með fullri vissu, að þetta væri sjón- hverfing eða að þetta seinasta atvik væri gefið sjer sem fróun á undan dauðanum. J>á kvað við raust Gúlús, og sagði hann þessi orð: »Hví þegir pípa þín, Sílan? |>að hæfir ekki að biðin eptir dauðanum sje gerð neinni skepnu kvalafyllri eða leingri en hjá verður komist, og ekki heldur þessum manni, þó sakir hans sjeu margar«. »Herra«, svaraði Sílan, »það er vilji dýranna, að dóminum sje lokið, og að atkvæði asnans ráði úrslitum«. »Hefur þá einginn neitt að leggja í gullskálina annar en músin ein?« spurðí Gúlú enn fremur. »Einginn«, svaraði Sílan, »þaðsem hann hefur gefið hinum dýrunum var einúngis til að halda lífinu í þeim, sjálfum honum til hagnaðar, en af hreinni mannúð eður velvild til skepnanna, hefur hann aldrei gefið annað en þessa brauðmola«. f>á sagði Gúlú, og heyrðist sem rödd hans titraði: »Hamíngjulausi Lótan, dómur þinn er upp kveðinn og mundáng hinnar heilögu vogar bendir á mark dauðans«. En þegar hann var að sleppa orðinu, kom asninn gamli inn á flötina; hann gekk hægt að hvítu skálinni, tók burt stein sinn og lagði hann aptur í hrúguna, og var þegar horfinn. f>á fór ljettur gleðiómur um hlíðarnar og kvað við inni í salnum, það var líkast að heyra og margraddaðan saung áleingdar, en Lótan heyrði ekki þennan saung, því i sama bili var hann fallinn í ómegin af sárum tilfinningum og raknaði fyrst við aptur hjá veginum á Letaheiði, Sílan stóð þar yfir honum og stökti styrkjandi vatni á brjóst hans og andlit. þ>á sagði andinn við hann: »Nú skiljum við.lifðu sæll Lótan, og þakkaðu asnanum þínum, að þú ert heill á hófi. Heilsaðu mönnunum og mintu þá á það hver það er, sem veitir þeim flest öll þægindi lífsins og viðheldur lífinu sjálfu. J>eir gleyma því svo opt hvað þeir eiga dýrunum að launa«. í sama svip var andinn horfinn, en Lótan reis upp og litaðist um. Sólin var að senda fyrstu geislana yfir heiðina; á götunni hjá honum láu saltpokarnir og reiðingurinn en asninn var horfin sem von var; hann sá þá að þetta hafði alt farið svo fram í raun og veru, sem hann hafði sjeð um nóttina. Hann sá nú í fyrsta skiptið glöggt, hve sárbeittan órjett hann hafði gert aumingja asnanum fyr og síðar, og hve óumræðilega þolinmæði skepnurnar þurfa að hafa, til að bera þegjandi allar hörmúngar sem þær verða svo opt að sæta alshendis saklausar. Táraþúngi seig á augu hans, hann settist þar niður á götubakkann og grjet eins og barn. Hann streingdi þess heit, að upp frá þessum degi skyldi hann verða annar maður gagnvart mönnum og skepnum. Svona sat hann nokkra stund, stóð síðan upp, hvoifdi saltinu úr pokunum í sandinn, lagði þá síðan á öxl sjer og gekk heimleiðis. í>egar hann kom heim, heingdi hann pokana í bæjarþil sitt, þar sem hann sá þá hvert sinn sem hann gekk út eða inn, og þaðan tóku erfingjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.