Dýravinurinn - 01.01.1893, Síða 37

Dýravinurinn - 01.01.1893, Síða 37
33 loptið af kvölinni, og sýndist bráðólmur. Jeg hef sagt þessa sögu til að vara menn við slíkum prettum. Fjórða manninum kyntist jeg hjer i Höfn fyrir nokkrum árum. í>að var piltur um fermíngaraldur, friður sýnum og mannvænlegur og hinn dagfarsbesti hversdagslega, en sá löstur var á ráði hans, að honutn var mjög gjarnt til að fara illa með hrækvikindi, mýs, rottur og ketti, og pína þau á alla vegu. Yfir þessu var opt kvartað við föður hans, vel efnaðan rnann sem enn lifir, en hann skeytti því ekki, og stundum var jafnvel svo að heyra, sem honum þætti þetta dugnaður af dreingnum. Um þessar mundir var honum komið til málara nokkurs til að nema iðn hans, en þaðan var honum aptur vikið burt fyrir ýms strákapör mest við hrækindur og börn, og tveim árum síðar neyddist faðir hans til að senda hann af landi burt fyrir sákir ýmsra óknytta, þar á meðal þess, að hann hafði stúngið auga úr dreing, jafnaldra sínum. þó í gáska væri. Sá flótti varð honum þó að litlu haldi, því skömmu síðar var hann lagður hnífi í hálsinn af fjelaga sín- um, sem hann hafði egnt til reiði ölfaðan, og af því sári dó hann eptir miklar þjáníngar. þ>annig endaði hann æfi sína á úngum aldri, og var það bein afleið- ing illverka hans gegn mönnum og skepnum. f Ymsir útlendir óbotamenn hafa orðið sannir að níðíngsverkum við dýr í æsku sinni. Af öllum þeim aragrúa af sögnum, sem fyrir hendi eru um það efni, skal hjer telja að eins fáeinar. Hjer í Höfn var maður dæmdur til dauða fyrir skömmu, Philipsen að nafni, fyrir að hafa myrt mann til fjár með ýmsum fáheyrðum og hryllilegum atvikum. J>að var fullyrt um þann mann, að hann hefði pínt dýr á ýmsan hátt í æsku, og þar á meðal hafi hann leikið það níðíngsverk meðan hanti var í skóla um tvítugs aldur, að hvolfa tómri tunnu yfir kött og láta hann svo hýrast þar, til þess að sjá hve leingi hann gæti lifið matar og drykkjarlaus. þarna ljet hann köttinn kveljast af húngri og þorsta í heila viku, og segja sumir að hann væri þá dauður, en aðrir að þá hafi menn orðið áskynja um þetta mannvonsku verk og hafi bjargað veslíngs kettinum. Dauðadómi þessa manns var breytt í æfilánga fánga- húsvist. Maður var tekinn af lifi á Frakklandi fyrir nokkrum árum fyrir margföld morð og hriðjuverk. Hann segir sjálfúr frá því í æfiágripi sem hann ljet eptir sig að hann hafi leikið sjer að því á æskuárum að limlesta hrædýr á ýmsan hátt; mest gaman þótti honum að því að stínga úr þeim augun og sjá hve ófimlega þeim fórst að leita sjer bjargar á eptir. Hann getur þess um kött einn, að hann hafi þó veitt mýs á nóttinni hálfum mánuði eptir að augun voru stúngin úr honum, og hafði þá veslíngs skepnan ekki öðru að treysta en heyrn sinni og lykt. Fleiri sögur segir hann þessu líkar. Annar maður var tekinn af lífi í Austurríki fyrir marga glæpi og hrylli- lega, um hann sannaðist það, að hann hefði leikið það í foreldra húsum að klippa 3

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.