Dýravinurinn - 01.01.1893, Side 52
48
fað er sárt aðsjáþegar haldið er í ána jarmandi, meðan hún er að lykta af dilknum
sínum, sem verið er að skera; þetta hafa víst sjeð margir fleiri en jeg, en jeg er
sannfærður um að þetta og þvílíkt lagast, þegar meiri velvild eykst til dýranna
og sú skoðun verður almenn, að skepnurnar hafi rjett og jafnframt bæði hugsun
og næmar tilfinníngar.
Einkum þarf að fara varlega og láta sem minnst bera á undirbúníngi til
lífláts forustusauða, hesta og hunda; þessar skepnur eru manninum svo hand-
geingnar, að þær skilja ýmislegt af því, sem við þær er talað, þær sýna opt og
einatt að svo er.
Til hægðarauka fyrir menn ætla jeg að sjá um, að helgrímurnar verði
næsta sumar til kaups á flestum verzlunarstöðum landsins fyrir 2 krónur. jpegar
vantar er jeg fús að útvega fleiri. Einnig skal jeg útvega helgrímu Roms, ef
einhverjir vilja reyna hana; hún kostar hjer 12 kr.
T. G.
Smávegis.
ússneskur barón kom næstliðinn vetur til Kaupmannahafnar með ljón,
sem hann ætlaði að sýna. Nokkrum dögum seinna lagðist hann veikur
en ljóninu var komið til geymslu í sterku járnbúri í dýragarði, sem er
utarlega í bænum.
Eptir mánaðartíma var baróninn orðinn svo hress að hann gat farið út og
vitjað um ljónið. Margir sem viðstaddir voru, undruðust að sjá, hve ljónið varð
fegið, þegar það þekti baróninn í mannþraunginni, það hoppaði upp fyrir finnan
járngrindurnar, og reyndi að brjóta þær til að komast til hans. Baróninn gekk þá
inn í búrið til ljónsins, var þá auðsjeð, hve innilega vænt því þótti uin að sjá hann
aptur eptir svo lángan tíma, það stökk upp um hann, neri sjer upp við hann með
vinalátum og sleikti höndur lians.
Baróninn bauð þá áhorfendum að korna inn í búrið og sagðist ábyrgj-
ast, að ljónið skyldi ekkert mein vinna þeim, en einginn þorði nema formaðurinn
fyrir dýragarðinum. f»egar hann kom inn í búrið, fór Ijónið að fitja upp á trýnið,
og drynja, en undir eins og baróninn skipaði því að þegja og sleikja hendur for-
mannsins, þá hlýddi það.
J>etta sýnir að ljónið, sem er með grimmari dýrum, getur haft tryggð og
velvild til þess manns, sem er góður við það; hversu miklu hægra væri að vekja
sllka tilfinningu hjá dýrum, sem hafa miklu þýðara og blíðara eðlisfar, ef þau hefðu
gott atlæti og vinsamlega meðferð?