Dýravinurinn - 01.01.1893, Page 60

Dýravinurinn - 01.01.1893, Page 60
56 voru spölkorn fyrir neðan vaðið. Hann ljet því síga dálítið úr sjer og hestinum; fór siðan á bak aptur, fól sig Guði og reið í »Fljótið« upp á líf og dauða. Skjóni synti sterklega og skilaði föður mínum heilum vestur yfir. Launaði hann þá vel kærleiksverkið forðum. Síðan komst faðir minn aptur á rjetta leið og hjelt vestur yfir ásinn. Gjörðist honum þá æði kalt og stokkfrusu utan að honum fötin. En vestan í ásnum var komin snjódyngja mikil. Af því að ekki sá til, þá lenti faðir minn í henni og hljóp hún fram með manninn og hestinn, og ultu þeir báðir niður á sljettlendi; var þá faðir minn bæði ringlaður og þrekaður; hesturinn hvarf frá honum út í myrkrið og þótti honum þá öll lífsvon að mestu horfin, því hann mátti ekki orðið ganga. Lagðist hann þá fyrir og bjóst við dauða sínum. En Skjóna-tetur fór beina leið heim, er hann týndi húsbónda sínum, og vakti hann okkur upp, blessuð skepnan. J>að varð föður mínum til lífs. Nú er sagan búin, börnin mín góð! Skjóni varð síðan allra hesta elztur, og var jafnan hið mesta uppáhald allra heimilismanna, síðan hann bjargaði lífi húsbónda síns. Frá því að þetta kom fyrir, hefi jeg jafnan haft hugföst þessi oið: Guð er kærleikurinn. þ*að er víst, að hann elskar okkur öll, bæði menn og skepnur, og launar hvert kær- leiksverk, hvort sem það er sýnt mönnum eða skepnum. þetta eigi þið líka að læra og muna, það er gæfu- og blessunarvegur«. — jþá þagnaði gamla konan, því — í sama bili kom ljósið. Ólafur Ólafsson. Menn og dyr. ii. yrir nokkurum árum ritaði jeg greinarkorn með þessari fyrirsögn, og var hún prentuð í Dýravininum 1889. En af því að þar er ekki farið nema út i fáein þau atriði, sem eptirtektar verð eru í samlífi manna og dýra, ætla jeg að auka nok'kuru við hana. þ>að er alvanalegt að kalla dýrin skynlaus, og væri það rjett eptir skyn- lausum að hafa fundið upp það nafn. Orðið skyn þýðir jafnan vit eða þekking, greind, og svo líka þau áhrif, er skilningarvitin taka á móti; en aldrei er það látið þýða sama og skynsemi svo að jeg hafi orðið var við. f>að þarf ekki annað en fletta Dýravininum og lesa hann með köflum til þess að verða að kannast við, að þetta er rangnefni. En það verða menn auðvitað og að kannast við, að það eru helzt og mest eðlishvatirnar, sem dýrin fara eptir. J>að mun og vera svipað með ómentaða menn, þá, sem kallaðir eru »náttúrumenn«, sem mentunarfágunin hefur enn ekki kent, að vera gagnstæðir því í framkomu sinni, sem eðlilegast væri að hugsa sjer. |>að er alment sagt að það sje vaninn, sem bindur saman dýr og menn; ef þetta væri satt, þá væri ekki mikið úr því að gera; en það er miklu meira afl

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.