Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 48

Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 48
44 Eptir að jeg í nokkra daga hafði vandlega skoðað þessar helgrímur, varð jeg sannfærður um, þegar á allt er litið, að eingin þeirra væri jafnhentug fyrir ís- land eins og helgríma sú, sem óðalsbóndi Einar Guðmundsson á Hraunum hefur nýlega fundið upp, af því að hún er bæði handhæg og miklu ódýrari en allar hinar. Nokkur reynsla er feingin fyrir því, að helgríma þessi er fullnægjandi til að gjöra skepnuna meðvitundarlausa með henni, því næstliðið haust var hún reynd við slátrun á mörg hundruð fjár af tveim verslunarstjórum við Eyjafjörð, einnig á Siglufirði og Sauðárkrók og hjá nokkrum reglusömum bændum upp til sveita. Upprunalega var helgríma þessi nokkuð veikleg svo hún bilaði stundum þegar klaufalega var slegið, en með dálítilli breytingu hef jeg ráðið bót á þessu, svo nú verður eigi annað sjeð en hún sje fullsterk og nægileg til að rota með hverja sauðkind, ef laglega er slegið; auðvitað þarf lag og æfíng til þessa verks eins og hvers annars; má því eigi upp gefast eðakenna verkfærinu um, þó í byrjun kunni að misheppnast fyrsta högg. Erlendis er alvenja að drepa hesta og nautgripi með rothöggi, en opt verða þau fleiri en 1—2—3 þegar klaufalega er slegið og eingin gríma er höfð fyrir augunum. J>að er skiljanlegt að þegar eingin gríma er höfð, þá sjá skepn- urnar þegar höggið ríður að, en við það verða þær hræddar, og höggið óvíst, þegar skepnan ósjálfrátt víkur höfðinu undan högginu. Við helgrímuna er sá stóri kostur, að skepnan sjer ekkert og veit ekkert áður en róthöggið riður að. Svín, sauðfje og kálfar er stúngið undir bóginn í hjartastað, opt misheppn- ast það hjá óvönum eður skeytingarlausum og hlítur þá að vera mjög kvalafult fyrir skepnuna, einkum þó fyrir svínin, sem látin eru í heitt vatn áður en blóðið er runnið úr þeirn, svo að hárin losna af þeim. þ>egar búið er að rota stórgrip- ina, eða stínga svínin og sauðfje, er stúngið í hálsinn á skepnunum og þar út um tæmt blóðið. Að stórgripum undanteknum hángir svo höfuðið við kroppinn, meðan verið er að selja hann í smákaupum; þetta mun mest gjört til þess, að kaupendur sem ekki eru allir fróðir, sjeu eigi narraðir. A íslandi er slátrunaraðferðin nokkuð á annan hátt. Hestar og nautgripir eru skotnir alstaðar þar sem jeg þekki til; á því óska jeg eingrar breytingar, heldur þvert á móti óska, að sú venja verði tekin upp, ef önnur aðferð er enn þá höfð einhversstaðar á landinu. A ýngri árum mínum sá jeg nautgripi »svæfða«, það er: stúngið með tvíeggjuðu oddjárni niður í banakringluna og mænan skorin sundur; ef þetta er gjört af æfðum manni og misheppnast ekki, þá er sá dauði kvalalaus, en jeg sá svæfínguna stundum misheppnast og tek því byssuskot af æfðum manni fram yfir alt annað; en æskilegt væri að menn vildu vera svo mann- úðlegir, eð festa blöðku eða poka fyrir augun á hestinum og nautgripunum áður en skotið er, svo skepnan sjái ekki þegar byssunni er miðað. f>ó jeg álíti ekki mjög ábótavant með slátrun á stórgripum, þar sem jeg þekki til á íslandi, þá er öðru máli að gegna með slátrun á sauðfje. Hún þarf mikið að breytast til batnaðar. |>ar er skepnan tekin með fullri meðvitund, lögð niður og fótunum haldið af einum manni, en annar sker skurð þvert yfir hálsinn; þetta eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.