Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 58
54
hægt var, en undir henni var alveg skinnlaust, munaði Iitlu að hann væri nugg-
aður inn í bein. Undir hnakkinn hafði Jón troðið hörðum og moldugum mosa;
var því kominn mosa- og moldarskán ofan á allt sárið, en gegnum þessa skán
lagaði blóðið til og frá. Jón beiddist að fá að sofa í tjaldinu hjá okkur og fjekk
hann það. Hann hepti því hestinn, en hesturinn vildi ekki bíta. »Vill hann ekki
bíta, bölvað bestið. Jæja, hafi hann þá ekkert«, sagði eigandinn og fór að hreiðra
um sig í tjaldinu. Síðan sagði hann föður mínum, að hann hefði keypt hest
þenna sumarið áður uppi í sveit, þar sem hann var í kaupavinnu; hefði hann þá
verið stagfeitur; en um veturinn hefði hann mest lifað á sumarholdunum; annars
væri hann djeskoti liðugur í löppunum, en auðsjeð væri, að hann mundi ekki
leingi »hala út« hjá sjer við sjóinn. Sló hann að lyktum upp á því við föður
minn, að þeir hefðu hestakaup. Faðir minn hafði fá orð um, en það sá jeg, að
honum var það fjarri skapi. Síðan sváfum við um nóttina. Morguninn eptir
vaknaði jeg ekki fyrr en piltarnir voru búnir að taka hestana og lángt komnir að
leggja a> Þegar jeg kom út úr tjaldinu, varð jeg fyrst verulega hissa; því faðir
minn var þá búinn að kaupa Brúnskjóna af Jóni »lausamanni« fyrir allmikið verð
að því, er mjer sýndist, en hafði lánað honum hest heim til okkar, er hann hafði
lausan með i lestinni. Skömmu seinna lögðum við upp; gekk Skjóni laus, en Jón
»lausamaður« reið hesti föður míns; en fara varð hann fetið og einga útúrkróka
mátti hann fara. Um miðjan daginn skrapp faðir minn heim á bæ, sem var
skamt frá veginum, og jeg með honum; urðum við þá dálítið á eptir lestinni.
Jeg hafði þá orð á því við föður minn, að mig furðaði á kaupunum. J>á sagði
faðir minn: «Jeg skal segja þjer, Gunna mín, hvernig þeim er háttað, kaupunum
þeim arna. í gærkveldi, þegar jeg var lagstur fyrir, gat jeg ekki sofnað. Brún-
skjótti hesturinn var alltaf fyrir augunum á mjer, eins og hann var útleikinn eptir
hann Jón, skinhoraður með blóðugan herðakambinn og meitt bakið og blóð-
stokkna froðuna út úr munni og nösum. Og alltaf hljómuðu fyrir eyrunum á
mjer þessi orð: Guð er kærleikurinn, Guð er kærleikurinn, Guð er kærleikurinn.
Nú vildi svo til, að mjer bættust í ferðinni peningar, sem jeg átti ekki von á.
|>að var skuldin, sem jeg er leingst búinn að eiga hjá honum Gísla á Hamri.
Sýslumaðurinn hafði tekið hana til greina, þegar búinu hans var skipt, og afhenti
hreppstjórinn mjer peningana núna í kaupstaðnum. Jeg hafði talið peninga þessa
tapaða, og fanst mjer því, að mjer væri nú bent, að nota þá til að vinna með
þeim kærleiksverk og kaupa þessa aumingja skepnu úr böðulshöndum. Jeg ásetti
mjer því að kaupa hestinn af honum Jóni, og eptir það sofnaði jeg; þarf jeg svo
ekki að segja þjer söguna leingur«. Fleira bar nú ekki til tíðinda í kaupstaðar-
ferðinni«. »Er sagan þá búin?« spurði eitthvert barnanna. »Nei«, sagði gamla
konan; »mergurinn er enn þá eptir«. »Blessuð, haltu þá áfram, amma mín, svo
þú verðir búin áður en ljósið kemur«, sagði elzti drengurinn. »Já, hann átti
talsvert eptir, hann Skjóna tetur, blessuð skepnan«, sagði kerling. »Faðir minn
ljet hann nú standa brúkunarlausan að mestu í tvö sumur, en kappól hann á vet-
urna; varð hann því öll önnur skepna, þroskaðist og safnaði kröptum. Fór svo á