Dýravinurinn - 01.01.1893, Page 21

Dýravinurinn - 01.01.1893, Page 21
17 Nú hafðí Pjetur sjeð nóg. Hann þaut eins og fjöður niður í bátinn og kvaddi mann með sjer. Hann var guðhræddur maður, og trú hans heit og inni- leg; hann var í aungum vafa um, að guð hefði heyrt bæn sína. feir reru nú til lands svo sem kraptar entust. En það er af dreingjunum að segja, að steinninn hafði verið of þúngur sem þeir köstuðu að rakkanum; dreingurinn hafði ekki valdið honum og því mist rakkans, en þó skolaði öldugángurinn honum frá klöppinni, en þá greip ángistin hann, og hann ílfraði svo hátt, að glögt heyrði út á skipið. Hann skolaðist þó fram með klöppinni að viki litlu og drógu dreingirnir hann þar upp, og báru hann svo á hnakkadrambinu upp á klöppina. Ekki hafði snærið slitnað, því það lafði óskaddað við háls rakkanum, en hellan hafði verið afslepp og smognað úr hnútnum, og nú bjóst annar dreingjanna til að leita að öðrum steini haganlegri, og á meðan stóð auminginn þarna og -beið dauðans nötrandi af kulda.- Veðrið var nollkalt um morguninn og jók það á hrakninginn. í þessum svifum bar bátinn að landi, og var Pjetur þá ekki seinn upp á klöppina, þar sem livolpurinn stóð hræddur og skjálfandi. Pjetur sagði ekki orð til dreingjanna en tók hundinn, fór úr úlpu sinni og vafði henni utan um hann og reri síðan til skips sín. J>ar gáfu þeir rakkanum eitthvað volgt til að liýrga sjer á og hjarnaði hann þar brátt við. Pjetur hafði hann svo með sjer og ljet hann aldrei við sig skilja síðan. Ekki er þess getið að hann væri greindari en almennt gerist, en tryggur var hann lífgjafa sínum og mjög eptirlátur. Eitt af þeim örfáu orðum, sem Pjelur hafði numið i íslensku var »lagsi«, og það nafn gaf hann hundinum. Pjetur var enn í föruni 2 ár eða 3 og fylgdi Lagsi honum jafnan; þá slasaðist Pjetur af biltu og varð að láta af sjólerðum um stund. Hann settist þá að hjá systur sinni í áður nefndu þorpi, því hann var sjálfur ókvæntur. Honum var óhægt um gáng í fyrstu, því mjöðmin og síðan höfðu laskast; en þegar hann var ferðafær, drógst hann á hverju kvöldi, þegar veður leyfði, fram í fjöruna þángað sem fiskimenn greiddu og þurkuðu síldarnet sín, það var lielsta skemtun hans, og sat hann þar opt leingi. jpángað fylgdi Lagsi honum jafnan, og lá þar fram á lappir sínar á flötum steini skamt frá Pjetri. Svo liðu 5 ár, og var þá Pjetur orðinn svo fær að hann var farinn að róa til fiskjar með kunníngja sínum einum, þegar gott var veður og þó með veikum burðum. Kænan var svo lítil, að ekkert rúm var þar fyrir Lagsa á þessum ferð- um. Hann undi því mjög illa í fyrstu, að vera skilinn eptir, þegar þeir Pjetur ýttu frá landi, en sætti sig þó við það, þegar fram í sótti, altaf beið hann þeirra þar á sama steininum, hvort sem þeir voru burtu leingur eða skemur og eins þó veður vesnaði. Einu sinni feingu þeir fjelagar barníng nokkurn á heimleið úr róðri; þá varð Pjetri snögglega ílt, og það svo hastarlega, að hann misti bæði mál og rænu á svipstundu. J>að var nokkuð lángt heim og lagði því vinur hans að landi þar sem þeir voru komnir, fjekk sjer þar vagn og fór með Pjetur á sjúkrahús. Hann 2

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.