Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 24
20
fjörið vinnst og sýnir í því bæði þrek og hugprýði, að hann lætur ekki kúgast
við hvaða ofurefli sem er að eiga. En ekki getur kötturinn við því gert, þó vjer
köllum það grimd og kattarnáttúru, þegar hann reynir að verja líf sitt eða frið,
en dygð og hugprýði, þegar maðurinn gerir það. Jeg hef jafnvel heyrt greindan
mann segja frá því með viðbjóði og undrun, að köttur reyndi til að læsa klónum í
andlit á manni, sem var að pina lífið úr' honum, með því að heingja hann.
f»að var eins og honum hefði þótt það lýsa meiri skynsemi, ef kisa hefði ráðist á
flókahatt hans eða leðurskó. J>að myndi og ekki þykja kyn þó sá maður væri
nokkuð seinn til vináttu, sem oftast ætti illu að mæta, og fáir sýndu blíðu eða
ástsemi, en hjá kettinum er það kölluð ónáttúra og ótrygð.
J>að má og telja kettinum til gyldis, að hann annast mest sjálfan sig og
sína hagi og er eitthvert hið óáleitnasta dýr við aðra, og það jafnvel þó viltir kettir
sje. þ»að er valla dæmi til, að köttur hafi leitað á mann eða tamin dýr að fyrra
bragði, og því vill hann sjáltur hafa frið af öðrum. Af þessu gætu hundarnir
lært mikið og mennirnir ekki síður. Eins og önnur dýr eru kettir mjög misjafnt
lángræknir við menn, því þeir hafa glögt skyn á því, í hverjum hug við þá er
búið. þ>etta sjest best á því, að þeir þola börnum alt og gera þeim örsjaldan mein,
hvernig sem þau kreista og kremja þá. J>etta er af því, að kisa finnur til inni-
legrar vináttu hjá barninu þess á milli, og viðkvæmari blíðu en hjá fullorðnum
mönnum. Hjer er því tortryggni hennar unnin, af því hún veit að ekkert ílt býr
undir því, þó barnið sje nokkuð harðleikið, og það er margreynt, að þeim sem
hafa hænt kisu að sjer og hafa feingið fult traust hennar, hefur hún sýnt bæði fasta
og lánga trygð. Jeg hef við höndina fjölda sagna af ýmsum löndum, sem sanna
þetta og þær eru allar staðfestar með vitnisburðum sannorðra manna, sem enn eru
á lífi; en rúmsins vegna verða þessar að nægja hjer.
Kötturinn og stúlkan.
Köttur var fyrir skömmu í húsi einu í Lundúnaborg. J>essi kisa átti
líku heimsláni að fagna og aðrir kettir í veröldinni. Nálega einginn maður á heim-
ilinu hændi hana að sjer eða sýndi henni vinsemd. J>ó fór því fjarri að hún væri
hrakin eða hrjáð, þvi húsbændurnir voru prúðmenni og börn þeirra vel uppalin.
J>að var starf kisu að verja eldhúsið fyrir músum um nætur, og þángað varð hún að
fara á hverju kvöldi, hvort sem henni líkaði betur eða ver. Hún hafði unað þessu
illa á ýngri árum, en nú var hún orðin roskin og ráðsett og hafði lagt af öll úng-
gjæðisbrek fyrir laungu. Mat og drykk skorti kisu ekki, því hún fjekk af hvor-
um tveggja meira en hún gat í sig látið. Svo bar við einu sinni sem optar, að
þángað kom á heimilið ný vikastúlka. Hún var um fermingu, og kom þángað úr
foreldrahúsum. J>að var um hana eins og kisu, að hún fjekk nóg af mat, en
fremur lítið af blíðu í nýju vistinni. Hún var optast látin veia frammi og úti við
og mest í eldhúsinu. Hún var þar því hálfgert einmana og fjekk brátt óyndi.
Alt þetta var henni þeim mun þúngbærra, sem hún hafði átt ástríka og góða for-