Dýravinurinn - 01.01.1916, Síða 12

Dýravinurinn - 01.01.1916, Síða 12
8 Þar að boðinu var frændkona Sigga, föðursystir hans, efnakona úr næstu sýslu. Þegar upp var slaðið frá borðum, reikaði hún sinna erinda þangað sem tvö lambhús stóðu saman úti við túngarðinn. Varð henni litið þar út fyrir ofan í djúpa lág eöa hvilft fyrir utan, og varð dálitið kynlega við, því að þar sá inin fullorðinn karlmann standa upp að einum hestinum, leggja armana yfir makkann og grúfa andlitið ofan i faxið. Þegar hún gætti nánar að, þekti hún þar frænda sinn mállausa. Hún horfði á þetta stund- arkorn, en maður og hestur stóðu þar svo kyrrir, eins og þeir væru úr steini. Loks gekk hún niður í lágina og klappaði ljett á öxl frænda síns. Hann kiptist dálítið við og leit til hennar. Hann var allur þrútinn af gráti og augun, þessi stóru bláu, voru full af tárum, en hann leit á hana að eins í svip, slepti tökuni á hestinum, rétti henni brennheita höndina og kvakaði eitthvað, og gekk svo hægt burt eftir láginni. Nú tók hún eftir þvi, að hesturinn var Styggi-Jarpur og ætlaði að klappa honum, en Jarpur var ekki upp á það kominn og fór á harða skeiði á eftir Sigurði. Frænka Sigurðar horfði á eftir þeim; henni fansl hún sjá þar lang- an sorgarferil, þegar hún sá þennan gáfulega og gervilega pilt ílýja til hests- ins á þessum degi til að grála. Þangað var ílúið með tilflnningarnar, senni- lega ríkar og viðkvæmar, undan mannafótunum. Dýrið steig ekki ofan á þær. Áður en frænka Sigurðar fór af stað morguninn eftir, samdist það með þeim föður lians og henni, að Siggi færi lil náms austur á land til prestsins, sem farinn væri að kenna þar málleysingjum, svo að Sigurður yrði staðfestur. Faðir hans hafði reyndar ekki verið svo mjög áfram um það ferðalag til að byrja með. Þá var það ekki orðin skylda, og Sigurður leil út fyrir að verða einhver þarfasli maðnr á heimilinu, hinn liðlegasti til hvers sem var og bráðhagur á tré og járn, svo að sveitungarnir og kunn- ingjarnir, höfðu lítið minst á það upp á síðkastið, hvílik mæða það væri að eiga slíkan aumingja. Ilitt var ekki ósennilegl, að þeir sæi, hvers virði það var að eiga verkin hans og hafa hann áfram heldur kaupléttan. En systir hans bauð að kosta Sigga að öllu og það lók af slcarið. Boðið þáði bróðir hennar reyndar ekki, það gal hann ekki, en endir málsins varð sá, að Sigurður lilli fór austur til náms þá um haustið. Veran þar eystra mun hafa verið viðburðafá og þó liafa verið breyl- ing mjög lil batnaðar, því að alt af var Sigurði hlýtt lil séra Páls kennara sins og lagt hafði hann að Sigurði að vera hjá sér áfram. Sigurður kom lieim aftur vel læs og skrifandi og með fermingaryoll- orð sitt »upp á vasann«. Hann var ni'i léltari miklu og líkasl því, sem hann hefði verið í álögum og einhver hefði tekið haminn og brent hann. Vinátta Sigurðar við fornkunningjana kólnaði ekki þó að skiftin við mennina yrðu nánari. Hann gekk einsamall þegar fyrsta kvöldið út á

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.