Dýravinurinn - 01.01.1916, Síða 21

Dýravinurinn - 01.01.1916, Síða 21
17 að hún hefði verið orðin mjög máttfarin, en þó getað rólað. Kvaðst hann hafa hjúkrað henni vel og hefði hún náð sér furðanlega. Mér þykir þetta furðuleg saga, að kindin skyldi lifa rúmlega */3 úr ári matarlaus. Það hefir hjálpað henni, að hún var spikfeit um haustið og hafði svo nógan hita og nóg næði í hellisskútanam. Ærin með foeiniö. Stefán Asgrímsson, gamall bóndi á Asi í Hjaltadal, hefir sagt mér sögu þá, sem hér fer á eftir. Stefán hafði ær sínar á íjalli með dilkum. Morgun einn á engja- slætti, þegar hann var að labba á stað með orfið, sá hann hvar kind stóð við ærhúsdyrnar. Hann gekk þangað og var þar þá kornin ein ærin hans. Hún var glorhungruð, gapandi og rann út úr henni slefan. Stefán lét ána inn og fór að skoða hana. Var hún þá með stórt bein — hryggjarlið úr kind — á milli jaxlanna, er varnaði henni algerlega að kroppa gras. Þegar Stefán hafði náð beininu, fór ærin al'tur til ijalls alein eins og hún hafði komið. Stefán geymdi beinið og gaf mér það sem annan menjagrip. A því sjást glögglega förin eftir jaxlana. Þetta lítur þannig út, að ærin hafi farið heim til þessa að leita mannahjálpai. Jó/í H. Porbergsson. (jíi’ani og Siiiiðja. Gráni. jÁLAFUR Abrahamsson, er bjó lengi á Urriðavatni í Fljótsdalshéraði, v^SI álli gráan reiðhest, sem sýndi, að hestar hafa gott minni. Gráni var keyptur úr Skagafirði 1875. Hann gekk óheftur um alt Urriðavatnsland, sem liggur við Lagarfljót, í sjö ár samfleytt og lagði aldrei til stroks, né heldur úr þeim högum, er honum var slept á, þegar verið var með hann í ferðalögum, sem helzt voru lestaferðir til Seyðisfjarðar. Áltunda sumarið frá því Gráni kom auslur, fór Ólafur með hann upp á Heiðarenda, milli Héraðs og Jökuldals. Þar var honum slept með ókunnugum hestum, nema tryppi, tveggja vetra, sem báða veturna hafði Dýravinurinn, 3

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.