Dýravinurinn - 01.01.1916, Qupperneq 39

Dýravinurinn - 01.01.1916, Qupperneq 39
35 Úað var Jón á Bala. Hann hafði riðið á fjall í fyrstu leit og glatað þá hnakktösku sinni og gamla Dogg, smalahundinum sínum 15 ára gömlum að mannsaldri en 30 ára að hundsaldri. Jón hafði verið að elta sauði langa-lengi, ýmist ríð- andi eða gangandi og í þeim eltingarleik hafði taskan týnst og Doggur lika. Að leita að töskunni var ekki tiltökumál og Dogg þurfti ekki að óttasl, hann lilaut að koma í leitirnar. Það væri ekki að marka, þótt hann kæmi ekki strax, hann gat haft það til, einkum nú á seinni árum, að leggja sig niður og blása eftir sprettina, en koma svo á eftir í hægðum sinum. En hann væri viss um það, að hann kæmi, það gæti ekki brugðist. . . . En svo leið dagurinn að kveldi, að ekki kom Doggur á tjaldstað, og svo lauk þessari fjárleit og réttum, að ekki gerði Doggur vart við sig, og hann var ókominn eftir þessar þrjár eftirleitir. . . . — Nei, Doggur hefir hlotið að fara i gjá eða komist i eitur á af- réttinum. Þannig hafði Jón ályktað um forlög hans og þótti þau ill vera. Um líf gæti ekki verið að tala, þá væri hann kominn heim. . . Hann Dogg- ur, sem hafði farið tvisvar og þrisvar i fjallgöngur á hverju hausti í 14 ár og auk þess einu sinni og tvisvar i kaupstaðinn á hverju hausti, og þá altaf komið sjálfur heim úr kaupstaðnum, þegar hans þurfti ekki lengur við. . . liann svo sem rataði heim, hann Doggur, ef hann væri lifandi. Nei, hann hlaut að liafa farið í gjá eða drepist af eitri. — En þegar Jón fór að heyra útburðarsögurnar eftir leitarmönnunum urðu þær honum þyngra áhyggjuefni en nokkuð annað, og hann fór að setja þær í samband við hvarf Doggs. Það rifjaðist upp fyrir honum, að i litlum hellisskúta nálægt Útburðarsteini, hefði hann tekið sér árbít, og þeg- ar hann hefði verið að ljúka þvi, sá hann sauðahópinn renna fram hjá sér og þá hafði eltingaleikurinn byrjað. . . Gæti það verið að hann hefði gleymt töskunni þar? Það mundi hann ekki, en hitt var áreiðanlegt, að þar mundi hann síðast eftir henni. Og ef að svo veslings Doggur lægi á töskunni, hefði viljað til hellisskútans, þegar hann sá að taskan hefði orðið þar eftir, og hefði svo ákveðið að bíða þar i fullri von um að luisbóndinn kæmi þangað aftur. . . gæli það hugsast? Jóni fanst hann ekki geta hugsað sér slíkt, það væri fjarstæða. En þá komu minningarnar — endurminningarnar frá samverudögum þeirra Doggs. Mörg smá atvik frá liðnu árunum rifjuðust nú upp fyrir honum, slóðu eíns og ljóslifandi fyrir hugskoti hans, og öll virtust þau sanna með þögninni þelta, sem hann þorði ekki að hugsa um: að Doggur myndi hafa vitjað aftur að töskunni og lagst hjá henni og væri nú liklega dauður, orð- inn hungurmorða langt inni á öræfum, inni i hellisgjögrinu við Útburðarstein. Hann mundi eftir þvi, að þegar Doggur var 1 árs, gleymdi hann vellingum sínum milli næstu bæja, og í sömu ferðinni týndi hann hvolpin-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.