Dýravinurinn - 01.01.1916, Page 42

Dýravinurinn - 01.01.1916, Page 42
38 Gráni. Jr%AÐ var vorið 1885, þegar ég fór frá búnaðarskólanum í Ólafsdal, að ég Ar keypti Grána af Benjamín Hjálmarsyni, sem þá bjó á Kveingrjóti i Saurbæjarhreppi, og var Gráni þá 7 vetra gamall og fór ég þá strax með hann vestur í ísafjarðarsýslu, því þar var ég ráðinn það ár, til jarðabóta- vinnu. Eg vandi nú Grána við plæging og aðra jarðabótavinnu, sem hestar eru notaðir við; og reyndist mér hann mjög auðveldur og lljólur að læra þá vinnu, og hefi ég ekki þekt knárri hest við plæging eða akstur. Það var vani Grána að fylgja sér sem bezl að, þar sem afl þurfti við. Ef að þungt var fyrir plógnum, eða ef hann gekk fyrir kerru eða sleða og halli kom fyrir, þá vildi hann ekki stanza, fyr en brekkan var búin, og komið var á slétt. Gráni átti ekki til í eigu sinni kergju eða sérhlífni, enda hvektist hann aldrei á því, að honum væri ætlað það, sem hann ekki gat. Gráni var rúm- lega meðal-hestur á vöxt, vel vaxinn og fríður sýnum, þrekinn og vöðva- harður. Svipurinn frjáls og glaðlegur. En þó var hann með mestu skap- hestum sem ég liefl þekt, ef því var að skifta, sem helzt kom í ljós við aðra hesta, ef honum þólti sér misboðið. Það var oft á hans góðu árum, að ég reið honum, þegar ekki var um aðra hesta að gera. Og leyndi það sér þá ekki, að honum þótti gam- an að komast í sollinn, því ekkí vanlaði viljann og kappið, og lór hann þá harðara en ég yildi, því við reið hlífði ég honum vanalega. Það var árið 1886, að ég flutti mig með liann hingað að Bálkastöðum, sem varð svo heimili hans upp frá þvi, og undi hann hér vel hag sínum. Það lýsti sér i mörgu, að Gráni var vitur og einlyndur og hafði lilbneigingu til að lifa góðu lífi og bjarga sér eins ogbeztgengi. Það var hans eini löstur, að hann var lúnsækinn, og lét sér þá ekki í augum vaxa, að stökkva yfir nærri hvað háan túngarð sem var. Ekki har á heilsuleysi i Grána, að öðru en því, að hann fékk hrossasótt 2 síðuslu árin, sem hann lifði. Það var að liðnum túnaslætti bæði árin i haganum, og hafði hann þá ekki verið brúkaður svo vikum skifti. I bæði þessi skifti tók hann sig frá hestunum, sem voru með- al-bæjarleið að vegalengd hér frá bænum og kom einn heim á hlað og gerði ýmist að velta sér, eða liggja og teygði frá sér höfuð og fætur. Þangað til búið var að hjálpa honum með stólpípu eða öðrum hrossasóttar-með- ulum, þá labbaði hann aflur í hagann til hrossanna. Fyrir nokkuð mörg- um árum síðan, var keyptur hingað 4. vetra foli, brúnn að lit, sem var táp- mikill og skapharður. En þó liafði Gráni fult vald yfir honum, eins og öll- um hestum, sem hér hafa verið í hans tíð. En eftir því sem árin fjölguðu og Brún fór fram, þá fór Grána að því skapi hnignandi. Og svo fór á end-

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.