Dýravinurinn - 01.01.1916, Síða 43

Dýravinurinn - 01.01.1916, Síða 43
30 anum, að Gráni bar lægri hlutann, ef þeir áttust við. Og lýsti það sér á svip og atferli Grána, að honum þótti Brúnn vera orðinn sér ofjarl. Þvi fyrir 3 árum byrjaði hann á að strjúka þangað sem liann var uppalinn, 2 fyrri sumurin sem hann fór, náðist hann fram i Hrútafirði, og var það af þvi að hann fékk ekki hestinn, sem með honum var, lil að fara lengra. En einsamall fór hann aldrei á strok. En nú næstliðið sumar, fór með Grána ótaminn foli, sem var mjög fylgisamur, og sólti fast á að ella. Bað frétti ég af þeim sem sáu lil ferða þeirra. Enda hafði nú Gráni haldið við- stöðulaust áfram, eins og leið liggur í kringum Hrútafjörð og vestur Laxár- dalsheiði. En þá vildi svo til, að Jónas hóndi í Sólheimum hittir hestana á veginum og nær Grána. En þegar folinn sér, að Gráni er tekinn, sneri hann við og hleypur til haka norður af; en Jónas fór með Grána heim til sín að Sólheimum, þar sem hann svo hafði hann i haldi 5—6 vikur, eða þangað til um réttir, að ég sótti hann. Það var auðséð, að Gráni var viss í áttinni, því einu sinni hafði hann sloppið frá Sólheimum og náðist þá vestur á svokölluðum Hálsagöt- um, sem er leiðin vestur til Saurbæjar. En þá leið vissi ég ekki til, að hann hafði farið nokkurt tíma áður. Því þegar ég kom með hann að vestan, fór ég norðari leiðina, sem kölluð er. En hann hefir vitað áttina og þótt þessi leiðin liggja helur við, til að komast sem fyrst á sínar æskuslöðvar. Þó hann væri yfirbugaður og kæmi ekki fram fyrirætlan sinni, hefir hann þó munað vel eftir plássinu sem hann var uppalinn í, þó liðin væru 18 ár, frá því hann fór þaðan. Nú um siðastliðnar veturnætur, lét ég skjóta Grána, því fleiri slíkar ferðir sem þessa vildi ég ekki lála hann fara. fíerqsveinn Jakobsson. Hestur í-eyuii* ad bjarga ödrum liesti. f%EGAR ég var unglingur, voru hér í Birtingaholti 2 hestar, sem faðir minn átti, óvenjulega samrýmdir. Hét annar hesturinn Bleikur og hinn Gráskjóni. Bleikur var hinn mesti stólpagripur og hafður hæði til reiðar og áburðar. Gráskjóni var lítill vexti, en knár og kviklegur. Hann var nokkru yngri en Bleikur, svo að Bleikur var orðinn fulltíða hestur, þegar verið var að temja Skjóna. Tóksl þá þegar vinátta með þessum hest- um. Sérstaklega var Gráskjóni fylgispakur við Bleik og elti hann eins og folald móður sina; málti ekki af honum sjá. Vor eitt, þegar fyrir skömmu var hælt að hýsa hross, har það við,

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.