Dýravinurinn - 01.01.1916, Síða 44

Dýravinurinn - 01.01.1916, Síða 44
40 að Gráskjóni kom einn heim að bæ um miðjan dag, þegar öll hrossin voru í haga; kom hann rakleilt heim á hlað og hneggjaði. Enginn rendi grun í hvað hann var að vilja heim. Eftir litla stund labbaði hann aftur sömu leið sem hann kom, og var þessu lítill gaumur gefinn. Nokkru siðar þenna sama dag, kom bóndi al' næsta bæ; kvaðst hann hafa fundið Bleik í afveltu og ekki gelað reisl hann. Var þá brugðið skjótt við, sem nærri má gela, til að bjálpa Bleik. I3egar til hans var komið, stóð Gráskjóni yíir honum og leit ekki við jörð, en hin hrossin voru öll á beit til og frá. — Var það bersýnilegt, að erindi hans heim um daginn, liafði verið að reyna að fá menn til að hjálpa Bleik. Hefir honum víst verið þungt i skapi, þegar hann varð að fara aflur jafnnær og stóð ráðþrota yfir vini sínum i lífsháska. Hann vantaði málið, en skorti hvorki vit né kærleika. Ágúsl Helgason. Helitor. Jq^EGAR ég var lil heimilis í Reykjavík hjá móðurbróður mínum dr. Jóni Hjaltalin landlækni, þá álti hann hund, sem hét Hektor, og sem var honum mjög fylgispakur. Eitt sinn fór Hjaltalín til Englands með gufu- skipinu »Arcturus« og fylgdi ég honum ofan á hryggju, en Hektor var heima og álti stúlka að hafa gætur á honum, að hann kæmist ekki út. Þegar ég kom aftur og gekk upp að húsinu, sat Hektor úti undir skrifstofugluggan- um, snögtandi, og runnu lárin ofan eflir trýninu. — Þegar hann sá mig, hljóp hann til mín og lét svo vel að mér, sem hann gat, og tók ég það svo, að hann væri að biðja mig að sækja Hjallalin. — Þá datt mér í hug að fara með hann upp að vindmylnunni á Ilólavellinum, sá ég þaðan »Arcturus« koma fram undan Hlíðarhúsum, sagði ég þá við hundinn: »Þarna fer hann Hjaltalín, Hektor minn«, þá slökk hann upp í háa loft og veinaði mjög, og átti ég fult í fangi, að koma honum heim með mér. En þegar hann kom heim, hljóp hann eins og eirðarlaus um slofurnar, og vildi hvergi leggjast þar til ég tók gamlan frakka, sem Hjaltalin átti og lagði hann á skrifstofu- gólfið, þá lagðisl hann loksins á hann. En ekki var mögulegl að fá hann lil að éta nokkuð í viku. Eftir nokkra daga kom frú Randrup sál. og sagði mér, að á hverjum morgni kæmi Hektor heim til sín, liann klóraði i hverja hurð, og æddi um alt, þegar upp var lokið, til að leila um öll herbergin. Henni sýndist hann vera reiður og heimta af henni, að hún vísaði sér á Hjaltalín. Að endingu skal þess getið, að Hjaltalín hafði verið daglegur gest- ur í húsi lyfsala Randrups. Anna Tliorlacius.

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.