Dýravinurinn - 01.01.1916, Page 46
42
Kisa.
Enginn getur neilað því, að oss íslendingum hafi í mörgu farið fram
hin siðustu 50 ár, og ekki livað sizt i meðferð á húsdýrunum, þó henni sé
því miður ábótavant enn þá. Ef menn gerðu sér verulegt far um, að veita
skepnunum nánari eflirtekt en margur gerir, þá mundi það leiða til nánari
vináttu en nú er, og margra skemlislunda. Égskalsegja sögu af kisu minni,
sem sýnir, að þó sá kynflokkur sé talinn grimmur og ótryggur, ætti slíkt
að vera úreltur hleypidómur.
Árið 1900, fékk ég ketling hálfvaxinn. Strax sást, að hann var nokk-
uð stórlyndur, og óþýður, en þetta lagaðist samt fljótt, því þótt margt manns
væri i heimili, lélu allir sér ant um kisu, allir fundu að liún var meira
en í meðallagi greind á sína vísu, t. d. átti hún aldrei ilt við heimilishund-
ana, en ællaði að rífa i sig alla aðkomandi hunda, sérstaklega ef fjölgunar-
von var hjá henni, eða hún átti að sjá um ungviði sin.
Árið 1908 lagðisl konan mín i lungnabólgu og var mjög þungt hald-
in; ég gleymi þvi ekki, hve hörmulega kisa bar sig þá, viki ég frá rúminu
hentist kisa eftir mér mjálmandi, en þegarégvar seztur við rúmstokk konu
minnar, setlist kisa þar líka og horfði á okkur lil skiftis, stundum héll ég
að hún léli svona af þvi, að hana vantaði eitthvað til fæðis, og lét bjóða
henni mjólk og nýjan fisk, en hún skeytti þvi ekkert, þar lil konan mín
var sofnuð og hafði værð, þá fékk kisa listina. Sömu óværðina sýndi hún
í hvert skifti, er konan mín ól barn, en þegar hún sá konu mína komna
á fætur, gat engin sýnt meiri fagnaðarlæli en kisa gjörði. Frá lnisi mínu
niður að sjó eru um 70 faðmar. Á morgnana var það fyrsta verlc yngstu
drengjanna að fara þangað, ýmist til að tína sér skeljar og kúfunga eða
sigla bátum sínum. Gleymdist þeim oft, hvað tímanum leið, þegar veður var
gott; en sá siður var hjá okkur, að mjólka kl. 9 á sumrin, og þá að borða
morgunmat strax á eftir, þá átti kisa von á nýmjólk, en hún fann þá upp
á þvi, að þiggja hana ekki, heldur fór rakleiðis niður að sjó til drengjanna
og lét þar öllum látum, þar til að þeir héldu, að eilthvað gengi að henni
og tóku það ráð, að fara með kisu heim, kom þá í Ijós, að ekkert geklc að
henni annað en lnin vildi fá drengina heim til að rnatast.
En þó kisa væri svona hugulsöm við drengina, gat hún haft það til
að vera nokkuð slórgeðja og hirtingasöm við þá. Svoleiðis hagaði til hjá
mér, að konan mín sat oft við borð í svefnherbergi okkar, og kisa lá á borð-
inu hjá henni, en þegar drengirnir voru það vaxnir, að þeir voru höfði
liærri en borðið, þá hlupu þeir oft kringum það óstillilegar en kisu líkaði,
stóð hún þá upp og sló þá með löppinni, en ekki beitli hún klónum.
Við ókunnuga hefir kisa verið óþýð og lorlrj'ggin, en ekki hefir hún