Dýravinurinn - 01.01.1916, Side 62
Bréf
til Tr. Gumiarssonar.
í Dýravini 16. hefti, á 57. bls., er grein frá yður uin svæfingu á nautgripum.
Mér þótti vænt um að lesa hana, því hún er samkvæmt skoðun minni um svæfingu á
skepnum. Framan af æfi minni svæfði ég naulgripi og tók ekkert eftir augnaráði grips-
ins þegar hann var dottinn, en svo fór ég að taka eftir, hvernig skepnan bar sig, þegar
ég var húinn að skera á hálsæðarnar, hún stundi eins og dauðveikur maður, depiaði
augunum, þegar ég kom nærri þeim með hendinni, og tárin runnu niður vangana, svo
ég varð alveg sannfærður um, að hún hafði alla meðvitund, þar til að blóðið var að
mestu runnið úr henni, en liún misti allan mátt, þegarmænan var skorin í sundur, svo
ég er alveg liættur að svæfa fyrir nokkrum árum og nú er hver skepna skotin á minu
heimili, sem dej’dd er, hross, nautgripir og fé — það er að segja ær og lömb, — ég
keypti skammbyssu fyrir nokkrum árum og deyði fé mitt með lienni, en liún vinnur
ekki á hrúta, og þykir mér slæmt, því hálsskurður ælti ekki að líðast héðan af. líg hefi
oft stælt við menn um svæfingu og það skynsama menn, þeir halda því fram, að það
sé sú bezta slátrunaraðferð að svæfa, og ég hefi ekki getað sannfært þá. Pað væri þörf
á að koma með lagafrumvarp á næsta þingi um, að íslendingar mættu ekki drepa nokkra
skepnu öðruvísi en skjóta hana, og leggja háar sektir við, efútaf væri brugðið; vonandi
er að þingið samþykki þau lög. Eg vil ekki brúlca helgrímu við líllát á fé, því ég hef
séð það mistakast á Blönduósi, og það er hörmulegt að sjá það.
Af því þér óskið í áminstri grein, að menn létu yður vita reynslu sína um
svæfingu, þá skrifa ég yður þessar línur. P. Jónsson, Ytri Löngumýri.
Tamning viltra lu<>la.
Þó að margur maðurinn telji gæsirnar heimskar, þá hafa þær samt nógu mik-
ið vit til þess, að þckkja gott fráilluog vini sína frá óvinum. Ef menn lleygja lil þeirra
hnefafylli af fæðu í stað haglanna, sem vanalcga er skolið á þær, þá hverfur ótti þeirra
við mennina, og stundum hænast þær svo að þeim, að þær taka sér hcimili nálægt
liúsum þeirra.
Þetta hefir bóndi einn reynt í Essex í Ontario. Hefirliann nú slóran hóp villi-
gæsa, sem á hverju vori koma þangað og setjast þar að. Sagan um þetla er einkar merki-
lcg, þvi hún sýnir, hvað gera má til þess, að temja vilta fugla. Pað var árið 1904, sem
Miner bóndi náði 7 viltum gæsum. Hann klipti vængi þeirra og setti þær á tjörn eina
í landi sinu, til þess að vita, hvort þær gætu hænt lleiri gæsir að. En þá var svo lítið
um vilta fugla, að ljögur ár liðu, svo að engin gæs bættist við. En vorið 1908 komu
þangað 11 gæsir viltar, og tóku sér þar bólfeslu. Og næsta ár komu 32, og árið 1910
voru alls 350. En siðan hafa þær komið fleiri. Síðan árið 1906 liafa skot verið algerlega
bönnuð nálægt tjörn þessari. Ef fæðan, sem borin er fyrir þær, er færð smátt og
smátt nær húsinu, má hæna þær alveg heim að húsi.
Viltar gæsir sem hafa kornið á tjörn þessa, má þekkja á aluminium borðum
um háls þeirra, sem Miner. helir sett á þær, með nafni sínu og heimili. Af borðunum
má sjá, að þær kotna ár eftir ár. Og komi þær ekki, hafa þær verið skotnar einhver-
staðar, en vegandi lætur bónda vanalega vita um það bréfiega. Ein hafði verið skotin
í bænum París í Kentucky, og er þar langt á milli. En þær gæsir, sem aftur koma,
verpa þar eggjum og ala upp unga sína. Sent aj íslending í Kanada.