Dýravinurinn - 01.01.1916, Page 65
61
Grimba litla.
Faðir minn Brynjólfur Bjarnason í Engey, heflr vanalega haft nokkrar ær,
meira sér til gamans en gagns, því aðallega heíir hann kúabú.
Næstliðið vor, var búið að fara með allar lambærnar í land, nema eina, sem
átti veikl lamb og aðra sem átti að bera um Jónsmessu. Einn dag, þegar vitjað var
um hana, fanst hún mikið veik, svo hún var borin heim i hlöðu og gat þá varla staðið.
Auðséð var, að hún gat ekki lifað, svo faðir minn afréð, að hún væri skorin. En sam-
stundis og höfuðið fór af henni, risti Bjarni bróðir minn hana á kviðinn, og náði þann-
ig tveimur lömbum lifandi, hrút oggimbur. Begar búið var að næra þau á volgri mjólk,
hrestust þau, svo þau gátu staðið, og voru þau svo borin inn i hlýltíjós. Morguninn eftir
voru þau orðin friskleg og fjörug. Áður umgetið veika lainbið var skorið, og hrútlambið
vanið undir ána, en gimbrarlambið var alið upp á mjólk og mat heiina, og kallað Gimba.
Stúlka sem gengdi eldhússtörfum tók að sér að fæða Gimbu og sjá um hana,
var liún því kölluð fóstra. Mjólkina gaf hún Gimbu úr llösku, með »túltu«, útbúna eins
og ær-speni, og var oft gaman að sjá Gimbu, þegar hún var að sjúga. Pegar hún hafði
fengið sér góðan teyg af mjólk, var hún svo kát, að hún brá sér oft á leik. Enda tók
hún miklum framförum og öllum á heimilina þótti vænt um hana.
Einn morgun lágum við bræðurnir í rúmum okkar hver á móti öðrum, kom
þá Gimba inn að rúmi mínu og fór að krafsa með framfætinum í mig og rúmstokkinn,
kipti ég lienni þá upp i rúmið, og lá hún þar róleg, þar til ég heyrði, að fóstra Gimbu
kemur, þá breiddi ég yfir hana og ællaði að leyna lienni. Stúlkan fór svo að skima
eftir lambinu, en þegar hún sá það ekki, spyr hún okkur hvort við vitum ekkert um
lambið; í því ég ællaði að segja nei, jarmar Gimba undir ábrciðunni, og er ég sann-
færður um, að hún jarmaði af því hún þekti málróm fóstru sinnar, og vildi komast til
hennar. Þegar þetta skeði, var Gimba rúmlega viku gömul.
Hvar sem Gimba sá flöskuna sina, þekti hún hana, og ef einhver tók llöskuna
upp, þá elti Gimba liann, og mændi augunum eftir þvi, að fá mjólkursopa.
Hálfsmánaðar gömul fór Gimba að kroppa gras, og hélt sig vel að þvi eftir
það, mjólk fékk hún þá miklu niinni.
Pótt gimba væri langt úti á túni, þá kom hún slrax, cf kallað var til hennar
með nafni, en ekki lét hún neinn taka sig, þegar hún fór að stálpast, nema fóstru sína;
en hvort heldur að fóstra var að sækja vatn eða gera annað úti við, þá elti Gimba
hana cins og lamb móður sína.
Um haustið, flutti fóstra Gimbu til Reykjavíkur. Begar hún gekk ofan að sjón-
um, fylgdi Gimba á eftir hcnni, en þegar hún sá, að fóstra fór upp í bátinn, reyndi hún
að stökkva upp til hennar. En þegar hún sá, að liún fékk það ekki, gekk hún jarm-
andi fram og aftur i fjörunni, þangað til hún sá ekki bátinn lengur. Þá gekk hún lieim
jarmandi. Lítið af grasi kroppaði hún næstu daga, og var auðséð, að henni leiddist.
Fleiri greindarmerki væri hægt að segja af Gimbu, en það yrði oilangt mál hér.
Þegar bróðir Gimbu kom af afrétt um haustið, var hann orðinn stór og falleg-
ur, og því afráðið að láta þau bæði lifa.
Menn halda þvi fram, að sauðkindin sé miklu hcimskari en hestar og hundar,
en mér virðist, að framannefnd dæmi sýni, að sauðkindin getur líka sýnt mikla tryggð
og nokkra greind, þegar hún kemst i nána sambúð við manninn, og lærir að skilja mál
hans og vilja.
Þess væri óskandi, að menn reyndu að skilja tilfinningar dýranna, og fara vel
með þær skepnur, sem skaparinn hefir gefið þcim til hagsmuna og yfirráða.
Brynjól/ur Brynjól/sson.