Dýravinurinn - 01.01.1916, Page 70

Dýravinurinn - 01.01.1916, Page 70
með sér i æðarvarpið 1845, fékkst úr hólmanum 40 pd. af dún. En frá árinu 1845 lil 1858 var ágætis tiðarfar. Aðeins einu ísári við Eyjafjörð man ég eftir á því timabili, svo'aðU'ugl drapst ekki fyrir harðindi, heldur fjölgaði með hraða, svo að þcgar ég flulti frá Laulási 19 ára gamall, var dúnninn úr liólmunum 170 pd. Öll þessi ár hirti ég varpið, fyrst með föður mínum, og síðar með síra Birni Halldórssyni, föður núverandi biskups. Af öllu þvi, sem ég hef fcngist við, hefir mér þótt skemtilegast, smiðar og hirðing æðarvarpsins. í þessi 9 ár, sem ég stöðugt hirti varpið, tók ég eflir ýmsum lyndiseinkennum æðarfuglsins. Yfirleitt er hann félagslyndur, meinlaus, góðlyndur og friðsamur. Hrciðr- in voru þétt hvert hjá öðru, svo varla varð stigið niður fæti milli þeirra sumstaðar. Blikarnir (steggjarnir) sátu hver hjá sinni æður rólegir, meðan æðurnar lágu á eggjun- um, þar til fáum dögum áður en unginn kom úr egginu, þá sögðu blikarnir skilið við konur sínar og fóru langt útáfjörð. Sjaldan bar það við, að blikarnir ömuðust hvervið annan, cn þó bar það við, að bliki beit þann blika, sem lionum þótti koma of nærri sinni æður. En þcgar blikarnir fóru, komu stórir hópar af ársgamla fuglinum, og sýnd- ist mér, að helzti tilgangur hans væri, að hjálpa æðr- unum að leiða út unga sína og verja þá fyrir drep- vargi, einkum veiðibjöllum, scm sóktu cftir þvi að gripa ungana á kvislunum, nýkomna úr hreiðrinu lil að éla þá. Oft vorkendi ég æðrunum, þegar veiði- bjallan var að sveima upp yfir þeim, og þær voru að reyna að skýla ungunum undir vængjum sínum, en þá hoppuðu ungarnir upp á bak mæðranna, svo þar náði veiðibjallan þeim, þegar ekki voru nógu margir ársgamlir fuglar til að verja ungana. í varpið komu hrafnar daglcga til að stela eggjum handa sér og ungum sínum. En ekkert var æðarfuglinn hræddur við hrafnana, æðurnar sátu rótlausar á eggjum sínum, þótt hann kæmi, en þegar krumma þóttu æðurnar of þaulsætnar, þá hjó hann með nefinu i bak þeirra, svo þær hrukku við, og þá náði hann cggjunum. Þegar hann hafði étið nægju sína, flaug hann með eitt og eitt egg í nefinu heim til hreiðurs síns og unga, án þcss að hvíla sig, vóru þó sumar vegalengdirnar nálægt 3 kilómetrum. Oft var ég reiður hrafninum, þegar hann var að stela eggjunum, en þó var það móðurástin, sem rak hann til þess, það var ekki lítið erfiði, að fijúga langa lcið, með stórt æðaregg i nefinu. — Bæði valur og örn komu í varpið einstöku sinnum. Við ekkert var æðar- fuglinn jafnhræddur og örninn. Pegar hann sást koma í loftinu, ílaug meira cn helm- ingur fuglsins frá hreiðrum sinum, út á.sjó, eða kvísl svo djúpa, að l'uglinn gat dýfl sér og þannig falið sig, sem hann aldrei gerði endrarnær. Eitt sinn drap örn æðúr af lireiðri, en þá setlist blikinn licnnar á eggin, en honum gekk seint að unga þeim út, svo að þegar hann hafði setið á eggjunum nálægt 10 daga, kom æður, sem hafði mist egg sín eða unga, hún sctlist á eggin, og ungaði þeim út, ungana fór hún svo með cins og liún væri móðir þeirra. Við tvcir, sem nærri daglega komum í varpið, sáum að æðurnar hafa gotl minni, og það sáum við af því, að nokkrar æður, sem við þektum komu vor eftir vor i sama hrciðrið, sem þær notuðu árið áður. En af því þektum við þessar æður, að 3 af þeim voru miklu ljósgrárri en allar hinar, og 3 eða4voru svo grimmar, að þær bitu okkur, þegar við reyndum að strjúka þcim á eggjunum, en margar rótuðu sér ekki, þótt við strykjum þeim á bakið, þegar þær sátu i hreiðrunum. Vanalega fékkst 1 pd. af dún úr 35 hreiðrum, svo það ár, sem 170 pd. af dún

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.