Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Side 45

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Side 45
HEIMILISBLAÐIÐ 209 Runólfur Guðmundsson: Kvöld- hugleiðing Vesturloítið værðum safnar, virðist líða á dagsins braut. Sólarljósið silfrað hafnar, sjónarhrings þar vegur þraut. Angans, seni að yndi vekur allstaðar um djúpin blá, sælu manns að sólu tekur! Svona er Drottins vizkan há. Vesturloftsius vindar þegja, vel er starfað liðinn dag. Skúra-bönd við ský má eygja, skoðast þau að bættum hag. Döggin féll, Svo dagur fyndi, að Drottinn var að græða jörð. Sólin hellir sínu yndi. sigurgeisla á laufahjörð. Vesturloftið voðum klæðist. væiðin þegar nálgast blíð. Boð ei þreytist bjart, né mæðist, bezt því líður hverja tíð. Hjólin tímans helgir flaumar, hlýða sínum stefnum rótt. Heilög glíman, heitir strauinar, himinn prýða dag og nótt. Brjótum eigi boðin gefin, bezt mun það í þessum heitn. Sá er flækti syndavefinn, sínum högum mætti tveim: Samvizkan hann sáran kvaldi, svo var manna vont tillit. Hann í skugga helzt sig faldi, hans því eigum glæða við. Göfgir mega gleðjast lýðir, góð er tíð á ísa-slóð. Hér er allt, sem huga prýðir, helgan skulum færa óð. Himinn, jörð og höfin hláu hljóma skært í okkar sál. Hæsti vörður hinna smáu heyrir sinna harna inál. Friður er hér, fæði og klæði fáum gott og húsaskjól. Ferðast lýðir frjálst í næði fyrir náðar-dýra sól. Fuglar bæði og ferfætlingar fá hér daga- og vetrarverð. Foldarmóður fögru hringar færa met að sannri gerð. Lifi þjóð í glöðu gengi, góðan lofum skaparann. Hjartans ljóð um heita strengi honum her, sem okkur ann. Biðjum hann með bænargleði bezt að standa oss öllum hjá. Hann, sem öllum hlutum réði, hann nmn fyrir okkur sjá. Vesturloftin, vinbjört hótin, vel mér duga þessa stund, kalla þau á kærleiksmótin kvæðin mín við óttufund. Lýsa þau í Ijósageimi, lyfta mér á æðri sýn, seiða burt frá synda heimi; sæl nú komið inn til mín. við játningu Wilkinsons. Hann blaðaði í skjölum sínum. »Valida-náman«, endurtók hann með háðslegum hrei.m. Já, þökk fyrir! Skýi’sl- ur sérfræðinganna. Norður-Kanada kopar- námurnar. Þér megið reiða yður á, að ég veit. um þetta allt saman. Bg hef sannanir, sem veita yður tíu ára. fangelsisvist, nema —« »Nema hvað?« »Nema þér játið allt smátt og stórt og hjálpið þannig við rannsóknina, þá gæti ég dregið úr hegningu yðar, nokkur ár ef til vill«. Nákvæmlega á þessu augnabliki opnuð- ust dyrnar á kránni og fjórir franskir lög- regluþjónar komu inn. Wilkinson sá þá. »Ég skal játa allt«, sagði hann ofsalega. Orðin ruddust út úr honum, eins, og' óvið- ráðanlegur straumur. »Ég skal engu leyna, hr. eftfrlitsmaður. Það eru engar koparnámur í Valida-daln- um. Það er allt saman svik. öll hlutabréf- in verðlaus. Ég skal segja yður allt — alit«. I einu vetfangi stóð leynilögregluþjónn- inn upp af stólnum, er hann sá þessa, f jóra, sem inn komu. »0f seint hr. Wi]kinson«, sagði hann Þvínæst sneri hann sér að lögregluþjón- unum og benti um leið á Wilkinson: »Þarna er maðurinn. Takið hann fasta,n«. Wilkinson sá lögregluþjónana, nálgast. Hann heyrði hringla í handjárnum í vasa þess, sem gekk á undan. Nú átti það að verða. Allur flótti var ómögulegur. Þetta var hans síðasta. augnablik í tölu frjálsra manna. Lögregluþjónninn, sem gekk á und- an kom alveg til Wilkinson og heilsaði. »Fyrirgefið, herra minn«, sagði hann. »Mér þykir lei.tt, að þér hafið haft óþæg- i,ndi af þessum manni. Þetta er brjálaður Englendingur, sem hefir sloppið út af einkasjúkrahúsi hér í grenndinni. Þér skuluð ekki ta.ka tillit til jjess, sem hann hefir sagt. Hann hefir ein- hverntíma komizt í kast við lögregluna, og síðan hefir hann gengið með þá grillu í höfðinu, að hann sé leynilögregluþjónn frá Scotland Yard!«

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.