Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Side 34

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Side 34
134 HEIMILISBLAÐIÐ Hólaíör prentara I minningu þess, að í ár er talið að liðin séu 500 ár frá því að Jóhann Gutenberg fann upp prentlistina, efndu prentarar til Hólaferðar. En þar var fyrsta prentsmiðja á íslandi stofnuð og starfrækt af Jóni bisk- .upi Arasyní, er talið að hún hafi verið flutt hingað um 1530. Sunnud. 23. júní var lagt af staðfrá Rvík með Laxfoss til Akraness, en þar biðu 10 stórar bifreiðar, sem fluttu prentara og gesti þeirra norður. Um 180 manns tók þátt í förinni. Ha-ldið var viðstöðulaust að Hreðavatni, og þar staðnæmst lít- ið eitt, og síðan haldið að Reykjaskóla í Hrútafirði og þar snæddur miðdagsverður. Þar voru mættir prentarar frá Isafirði, sem slógust í hópinn. Síðan var haldið sem, leið lig'gur yfir Hrútafjarðarháls og Víði- dal og bar ekkert til tíðinda, fyrr en kom í Vatnsdalshóla. Voru þar mættir nokkr- ir höfðingjar úr Húnaþingi, og bauð hér- aðslæknir, Páll G. Kolka, hinn fjölmenna hóp velkominn í Húnavatnssýslu. Minnt- ist hann þess í ræðu sinni, að Hún- vetningar hefðu sérstaka ástæðu til að bjóða prentara velkomna, þar sem svo mætti segja, að þar væri vagga prentlist- arinnar. Vildi hann halda því fram, að þar hefði prenísmiðja fyrst verið sett. En þetta ,mun ekki vera rétt, enda leiðrétti Hallbjörn Halldórsson prentari það, er hann þakkaði Húnvetningum fyrir móttökurnar. — Jón Borgfirðingur seg- ir í »Söguágripi um prentsmiójur og prentara á Islandi«, að Jón biskup liafi sett prentsmiðju sína á Hólum, enda er þar prentað »Breviarium Nilarosiense« 1534. — Líklega hefir ekkert annað verið prentað í prentsmiðjunni á Hólum, því um líkt leyti fær séra Jón Matthíasson, sem var prentari biskups og hafði komið með prentsmiðjuna, sænskur maður, veitingu fyrir Breiðabólsstnð í Vesturhópi og flytur prentsmiðjuna þangað með sér og þar var hún um langt skeið og margt í henni prent- að. Þaðan flyzt hún s.vo að Núpafelli með Jóni prentara Jónssyni (syni séra Jóns Matthíassonar). Svo Húnvetningar hafa, hinn fylsta rétt til þess að telja, að þar í sýslu hafi vagga, prentlistarinnar staðið um langt, skeið. Það eina, er skyggði á gleði manna í ferðalaginu, var dimmviðri svo að illa nau,t útsýnis yfir hin svipmiklu héruð Húna- þings. Eftir að Húnvetningar höfðu verið kvadd- ir í Yatnsdalshólum, var ekið af stað og hvergi tafið fyrr en við Bólstaðarhlíð. Víða er þar fallegt í góðu veðri yfir að líta, en langfegurst finnst mér þó vera í Bólstað- Guðbrandarbiblía, sú er íslensJta prentarastéttin gaf Hóla- dómkirkju. Á myndinni t. h. sést síðasta blaðsíða Gamlatestamentisins og titilblað Nýjatestamentisins.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.